Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 8

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 8
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa8 í sameiningu að halda eingöngu vinnustofunum opnum og bjóða upp á iðjuþjálfun þar. Dýrin voru send í Kattholt og á aðra staði og ég fór í smá fýlu og það varð til þess að mig fór að vanta frekari áskoranir, því ég þrífst á því að vinna í fram- sæknum verkefnum og koma þeim á koppinn,“ útskýrir Kristín. „Ég elskaði þó þennan tíma sem ég var að vinna á Skógarbæ og Víðinesi og náði að þróa margt sem enn er nýtt og það gleður alltaf hjarta mitt að sjá t.d. spurningaskemað sem ég bjó til og kallast Æviágrip enn vera notað og enn betra var þegar ég var í doktorsnámi í öldrunarfræðum að sjá að það er notað sem kennslugagn hjá félagsráðgjöfum,“ bætir hún við. Þrettán viðburðarík ár hjá LSH Kristín fór að hugsa sér til hreyfings og tók árið 2001 við stöðu yfiriðjuþjálfa á Landspítalanum í Fossvogi og síðar bættist Hringbrautin (bráðaþjónustan) við. „Þar var auðvitað allt annað landslag og aðrar áskoranir og þar voru þegar mest lét held ég 15 eða 20 iðjuþjálfar og mikil þverfagleg samvinna. Ég tók við stöðunni rétt eftir að Borgarspítalinn sameinaðist Sjúkrahúsi Reykjavíkur og fljótlega eftir að ég byrjaði urðum við Landspítali Háskólasjúkrahús. Ég var á LSH í 13 mjög skemmtileg ár. 50% af stöðunni var klínísk vinna með skjól- stæðingum, restin var stjórnun, klínísk þróun og fjárhagsleg ábyrgð á rekstri deildanna. Í mínu klíníska starfi starfaði ég mest á taugalækningadeildinni og var t.d. Í MND-teymi LSH í 11 ár, ég var mikið á öldrunardeildinni sem og lungna- deildinni og gjörgæslu,“ útskýrir hún. Kristín segir það hafa verið eilífa baráttu að koma að góðum mat- stækjum á öldrunardeildinni. „Sjáðu til, þarna ferðu inn í stórt batterí sem að byggir á því raunverulega að það er alltaf verið að reyna að útskrifa fólk eins hratt og mögulegt er og í raun og veru stanslaust að meta hjúkrunarþyngd og þörf fyrir heimahjúkrun. Á LSH var notaður Bartel ADL Index og MMSE saman inni á öldrunar- deildunum. Við iðjuþjálfarnir vorum alltaf að benda á að þetta væri kannski ekki alveg optimalt og að það væru til önnur og líklega betri matstæki til að meta iðjufærni – en þetta snýst um hraða, því miður. Ég náði að senda eiginlega alla á A-one nám- skeið og þegar við gátum þá reyndum við að nota það en það skildi það enginn, menn vilja bara fá sínar tölur og útreikninga frá færnimötunum. Við gerðum okkar besta iðjurnar og vorum þér að segja orðnar ansi lunknar í að fá lækna og hjúkrunar- fólk til að lesa vel samantektina okkar í sjúkraskránni. Annað matstæki sem við reyndum að nýta okkur var Loewenstein Occupational Therapy Cognitive Assessment (LOTCA) og svo nýttum við okkur AMPS,“ lýsir Kristín. Sömuleiðis hafi tímaskortur verið vandamál. „Það er ekki tími til þess að vinna vel og þetta er eilíf frústra- sjón, því að maður tekur starfið sitt svo alvarlega sem iðjuþjálfi og vill virkilega gera sitt allra besta en þú hefur kannski bara tímaramma sem eru hálfur dagur eða einn dagur og það er alltaf verið að finna leiðir til þess að útskrifa fólk. Eilíf pressa og alltaf þessi upplifun að þú sért raun- verulega bara að fleyta skánina ofan af grautnum. Engu að síður þori ég að lofa að við gerðum okkar besta, ég var alltaf með algjörlega frábært starfsfólk mér við hlið sem lagði sig allt fram og vann undir erfiðum kringumstæðum. Toppfólk allt sem eitt. Annað sem gerði starfið gott var að það var almennt borin mjög mikil virðing fyrir okkar störfum sem iðjuþjálfi og við útskriftir var okkar mat þungamiðjan í að útskrift færi fram. „Hvað segir Hverjar eru helstu áskoranirnar í þínu starfi? „Mestu áskoranirnar eru að fá fólk til að hlusta, taka inn og trúa á að þróun leiðir oftast til einhvers betra. Fólk á það til að festast í viðjum vanans og vera alveg þversum þegar breytingar eru framundan. Svo að reynsla mín við að nýta mér tæki breytingastjórnunar nýtast ágætlega hér.“

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.