Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 46

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 46
1. tölublað 202246 aldrei verið eins mikilvægt og nú að halda í tengslin og verja tíma í náttúrunni. Tengslin við náttúruna snúast líka um að gefa til baka, það kemur þegar við verjum tíma í náttúrunni, þá förum við að bera meiri virðingu fyrir henni, hlúa að henni og umhverfisvitundin eykst. Árið 2019 sótti ég Evrópuráðstefnu í náttúrumeðferðarfræði í Schwangau í Þýskalandi ásamt Hildi Bergsdóttur félags- ráðgjafa og fleiru góðu fólki. Sama ár stóðu samtök áhuga- fólks um náttúrumeðferð á Íslandi (NÚM), þar sem Harpa Ýr Erlendsdóttir er í fararbroddi, fyrir námskeiði í Þórsmörk sem bar heitið Exploring key elements of adventure therapy in Icelandic nature. Í framhaldi ákváðum við Hildur að bjóða upp á náttúrumeðferðarúrræði á Austurlandi. Það er ætlað ungu fólki 18–25 ára sem vill taka ábyrgð og stjórn á eigin lífi, kynnast eigin styrkleikum, tækifærum og er tilbúið að leggja á sig. Það byggir á hugmyndafræði reynslunáms (e. experiential learning) auk fjölbreyttrar meðferðarnálgunar sem miðar að sjálfsskoðun og sjálfslærdómi í hóp. Í reynslunámi er lærdómur fólginn í að framkvæma athafnir, reyna nýjar upplifanir á eigin skinni og fikra sig utan marka þess sem telst þægilegt og öruggt. Meðferðin fer fram úti í náttúrunni sem hjálpar til við að skapa öruggt umhverfi og efla núvitund, fjarri ys og þys daglegs lífs. Þar hafa þátttakendur möguleika til að takast á við skemmti- legar áskoranir og verkefni, öðlast nýja reynslu og auka þannig sjálfsþekkingu sína. Sú reynsla sem skapast getur þannig nýst þeim til að takast á við flóknar aðstæður í daglegu lífi í því krefjandi samfélagi sem við búum í. Verkefnin reyna á tilfinningalega, líkamlega og vitræna getu þátttakenda og hafa það markmið að bæta upplifun þeirra á sjálfum sér, efla seiglu og trú á eigin getu. Í þessu lærdómsferli felst ígrundun á eigin sýn og tilfinningar, endurskoðun á eigin gildum, viðhorfum og hegðun. Þátttakendur eru studdir til að koma auga á tækifæri til að auka færni og þekkingu og yfirfæra lærdóminn á daglegt líf. Hópurinn sjálfur er stór hluti af meðferðinni þar sem hún byggir á jafningjastuðningi, samvinnu, tilfinningunni að til- heyra og tjá upplifun og líðan. Meðferðarúrræðið telur 12 vikur og byggist á vikulegum nátt- úrufundum þar sem hópurinn fer út í óspillta náttúru og vinnur ýmis verkefni. Í lok viknanna 12 verður farið í 5–7 daga ferð í óbyggðir. Þátttakendur fá eftirfylgdarviðtöl til að styðja við yfirfærslu nýfenginnar þekkingar og færni á daglegt líf og endurmat á eigin stöðu. Því miður hefur COVID-19 haft áhrif á áformin en við munum fara af stað með hóp í haust. Heimasíða: www.starfa.is Facebook: Starfsendurhæfing Austurlands Takk fyrir mig

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.