Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 23

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 23
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa23 Þann 20. maí 2022 var Geðdagurinn haldinn í fyrsta sinn, þverfagleg ráðstefna um geðþjónustu. Ráðstefnan er á vegum geðþjónustu Landspítala þar sem kynntar eru rann- sóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við geðþjónustu á Íslandi. Stefnt er á að ráðstefnan verði árleg og gaman væri að sjá erindi frá iðjuþjálfum á Geðdeginum í framtíðinni! Yfirskriftin á Geðdeginum í ár var „Í TAKT VIÐ TÍMANN – Þróun-nýsköpun-vísindi“ og fór hann fram á Hótel Natura. Á ráðstefnunni var m.a. farið yfir stöðu jafningja í geðþjónustu Landspítala sem er mjög ánægjuleg framþróun þar sem einstaklingur sem hefur verið skjólstæðingur geðþjónustunnar er nú starfsmaður. Jafningi miðlar sinni reynslu og veitir stuðning til skjólstæðinga sem eru nú í þjónustu Landspítal- ans á sumum deildum. Hér er einnig verið að ýta undir skjól- stæðingsmiðaða nálgun þar sem jafninginn er með í þróun á að gera geðþjónustuna notendavænni með því að nýta sína reynslu og samtöl sín við núverandi skjólstæðinga. Jafninginn hefur auk þess aðstoðað starfsmenn að aðlaga fræðslu/nám- skeið að þörfum skjólstæðinga. Stefnan er að ráða fleiri jafn- ingja í framtíðinni og í fleiri stöðugildi en hingað til hefur einn jafningi verið í hlutastarfi. Andrea Björt Ólafsdóttir iðjuþjálfi á meðferðargeðdeild í Laugarási  Einnig var farið yfir IPS (e. individual placement and supp- ort) í geðþjónustu sem er einstaklingsmiðaður stuðningur við starfsleit. Eins og iðjuþjálfar vita þá getur það að vera starfsmaður verið mikilvægt hlutverk fyrir einstaklinga. Nú er IPS-starfsmaður, þ.e. atvinnutengill, í geðþjónustu Landspítalans en meðferðargeðdeild í Laugarási hefur auk þess verið með IPS-verkefni í gangi síðastliðin ár í samstarfi við VIRK. Í Laugarásnum nýta iðjuþjálfar sér m.a. matstækið Mat á starfhlutverki (WRI) þegar það er viðeigandi, þar sem skjólstæðingar, atvinnutenglar hjá VIRK og/eða atvinnutengill Landspítalans njóta góðs af við atvinnuleit. Iðjuþjálfar geta því spilað mikilvægt hlutverk í að fólk með geðrænar áskoranir stundi vinnu eða nám. Auk þess er vert að nefna að Ragna Kristín Guðbrandsdóttir læknanemi gerði rannsókn á samfélagslegri virkni ungs fólks eftir snemmíhlutun í geðrofi á meðferðargeðdeild í Laugarási sem varpaði m.a. ljósi á mikilvægi náms og vinnu í endurhæf- ingu ungs fólks. Hægt er að sjá kynningu á rannsókn hennar inn á Facebook-síðu Laugaráss.  Kynning: Geðdagurinn HRAFNISTA

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.