Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 30

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 30
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa30 Iðjuþjálfun hefur á síðustu tveimur áratugum fest rætur sínar í skólum landsins. Vítt og breitt um landið vinna iðju- þjálfar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Áhersla iðjuþjálfa innan skólakerfisins hefur verið að styðja við þátttöku nem- enda með sérþarfir þannig að þeir nýti sér til fulls tækifærin sem sérkennsla býður upp á. Eins og fræðigreinar, lög og reglugerðir benda á býður skólakerfið upp á atvinnutæki- færi fyrir iðjuþjálfa. Með innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur álagið á kennara aukist. Það er ekki hægt að bjóða nemendum með fjölbreyttar sérþarfir upp á skóla fyrir alla ef þjónusta og skilningur á vanda þeirra er ekki til staðar. Tilgangurinn með greininni er að vekja athygli á stöðu iðju- þjálfa sem vinna í grunnskólum og að benda á mikilvægi þess að löggilda iðjuþjálfun sem faggrein til þess að enn fleiri iðjuþjálfar fái tækifæri að vinna með börnum og ung- lingum í nærumhverfi þeirra. Iris Waitz heiti ég og ég hef verið starfandi iðjuþjálfi í grunn- skóla á Húsavík í 19 ár. Einnig er ég meistaranemi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Mér þykir vænt um vinnustaðinn minn og mér finnst mjög gaman að vinna með börnum. Staðan er því miður líka þannig að ég þarf enn þann dag í dag að „sanna“ tilveru mína í grunnskólanum, og heyri setningar eins og: „Ég myndi nú helst vilja ráða þroskaþjálfa“ eða „þú ert hér af því skólastjórinn sér þörf á því“ eða „iðjuþjálfun er ekki löggilt starf í lögum um grunnskóla“. Eftir öll árin er ég orðin mjög leið á að þurfa enn að hlusta á slíkar athugasemdir. Skólastjórnendur hafa víðsýni til að ráða iðjuþjálfa inn í skóla, en í rauninni mega þeir það ekki. Skólastjórnendur þurfa alltaf að rökstyðja ráðningu iðjuþjálfa. Þar fyrir utan hefur höfundur á tilfinningunni að iðjuþjálfun hafi verið efst á lista sparnaðarað- gerða þar sem enginn lagalegur stuðningur er á bak við okkur. Fleiri iðjuþjálfar í grunnskólum – öflugra skólastarf Mig langar samt ekki að hætta að vinna með nemendum í grunnskóla! Ég hef mikla trú á að starf iðjuþjálfa gegni lykil- hlutverki innan skóla landsins. Víðsýni í okkar starfi gerir okkur kleift að þjóna ekki aðeins nemendum og foreldrum þeirra heldur líka starfsfólki skóla. Við iðjuþjálfar erum færir um að miðla milli þessara ólíku hópa. Áhersla iðjuþjálfa innan skólakerfisins hefur verið að styðja við þátttöku nemenda með sérþarfir þannig að þeir nýti sér til fulls tækifærin sem sérkennslan býður upp á. Michelle Villeneuve skilgreinir hlutverk iðjuþjálfa innan skóla enn frekar: a) Að bæta færni nemenda til að auka skólaþátttöku. b) Ráðgjöf fyrir starfsfólk skólans varðandi skólafærni nemenda og aðferðir til að auka getu nemenda. c) Að vinna með hugarfarsbreytingar sem koma í veg fyrir fulla þátttöku nemenda. d) Að finna leiðir, aðferðir og tækni sem ýta undir aukna skólagetu þrátt fyrir skerðingar (Villeneuve, 2009).  Fyrir utan það aðlaga iðjuþjálfar þjónustu sína að þörfum skólanna og veita öllum nemendum aðstoð við þátttöku í skólastarfi. Rannsókn Eve Hutton sem hún lýsir í greininni „Occupational Therapy in Mainstream Primary School: An Evaluation of a Pilot Project“ sýnir fram á að aðstoð og þjálfun iðjuþjálfa nýtist fleiri nemendum innan grunnskól- ans ef iðjuþjálfi er staðsettur innan skóla (Hutton, 2009). Starf iðjuþjálfa innan skólans byggir á að vera í stöðugu samtali við kennara, stuðningsfulltrúa og sérfræðinga sem koma að málefnum nemenda. Hlutverk iðjuþjálfa innan grunnskóla er augljóst í grein Anitu N. Niehues og félaga þar sem stendur að eitt af lykilhlutverkum iðjuþjálfa sé að lýsa og útskýra eiginleika nemenda fyrir samstarfsfélögum sem leiði til aukins skilnings á hegðun og skólafærni nemenda (Niehues o.fl., 1991). Iris Myriam Waitz iðjuþjálfi Aðsend grein:

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.