Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 3
1. tölublað 20223
Efnisyfirlit
Ritnefndarpistill 3
Pistill formanns 4-6
Viðtalið: Iðjuþjálfast á hverjum degi 7-12
Saga fags og fræða,
Iðjuþjálfun á Íslandi 1945–1997 14-22
Geðdagurinn 23
Málþing Veltek: Sjálfbær þjónusta,
sjálfstæðir notendur 24-27
Hlutverk iðjuþjálfa í leikskólum 28-29
Fleiri iðjuþjálfar í grunnskólum
– öflugra skólastarf 30-32
Siðaregla 4,3 - Iðjuþjálfi og samfélagið 32
Er ekki bara best að taka nema! 34
Dans- og hreyfimeðferð fyrir félagslega heilsu
á Íslandi, tillaga að meðferðaráætlun 35-36
Nám á vettvangi 38-39
Skynvitund - að skilja eigin skynjun 40
Vöxtur og vegferð 41
Iðjuþjálfun, starfsendurhæfing
og náttúrumeðferð 42-46
Nám í Svíþjóð, vinna á Íslandi 47
Iðjuþjálfun í Búlgaríu 48-49
Veggspjöld nemenda 50-51
Ritnefnd:
Erna Kristín Sigmundsdóttir,
formaður og ritstjóri
Árný Berglind Hersteinsdóttir
Guðrún Friðriksdóttir
Hafdís Bára Óskarsdóttir
Margrét Elva Sigurðardóttir
Fræðileg ritstjórn:
Gunnhildur Jakobsdóttir
Sara Stefánsdóttir
Sigrún Kristín Jónasdóttir
Stjórn IÞÍ:
Þóra Leósdóttir, formaður
Erna Sveinbjörnsdóttir, varaformaður
Katrín Ósk Aldan Gunnarsdóttir, gjaldkeri
Harpa Björgvinsdóttir, ritari
Björg Jónína Gunnarsdóttir, meðstjórnandi
Varamenn:
Stefán E. Hafsteinsson
Svava Arnardóttir
Iðjuþjálfinn
Ritnefnd áskilur sér rétt til að
stytta texta og færa til betri
vegar. Vitna má í texta blaðsins
ef heimildar er getið. Prófarkarlesari:
Bjarni Björnsson
Forsíðumynd:
Margrét Elva Sigurðardóttir
Umbrot:
Sylvía Kristjánsdóttir
Kæru lesendur.
Nú þegar sígur á seinni hluta ársins 2022 og heimurinn er
að jafna sig eftir heimsfaraldur lítum við um öxl. Umræða
um aðstæður á heilbrigðisstofnunum hefur verið áberandi
og vinnuálag mikið og oft á tíðum ómanneskjulegt. Þá
hefur álag í skólum og leikskólum landsins verið umtals-
vert undanfarið og fara engir starfsmenn þar varhluta
af því. Sífelld krafa um að hlaupa hraðar getur hæglega
endað með því að einhverjum skriki fótur og streita
kemur ekki aðeins niður á heilsu og lífsgleði starfsmanna
heldur einnig á fjölskyldum þeirra. Iðjuþjálfar þekkja vel
hugtakið um jafnvægi í daglegu lífi og geta lagt sín á lóð
á vogaskálarnar með hvatningu og valdeflingu að vopni.
Við getum verið í framlínu forvarna og lykilstarfsmenn
í endurhæfingu. Um leið getum við hugað að okkur
sjálfum og munað eftir að setja súrefnisgrímuna á okkur
fyrst til að geta verið til staðar fyrir alla hina.
Í blaðinu í ár fáum við að lesa um sögu fagsins okkar
frá 1945 til ársins 1997, fáum að kynnast iðjuþjálfum sem
menntuðu sig erlendis og öðrum sem vinna í útlöndum
og starfi iðjuþjálfa í leik- og grunnskólum. Við fáum að
skoða veggspjöld nemenda, skyggnast inn á málþing,
lesa um nám á vettvangi og ýmislegt fleira.
Það er von ritnefndar að lesendur hafi gaman af og njóti
þess að tylla sér niður með lesbrettið og glugga í blað
okkar allra.
Góðar stundir.
Ritnefndarpistill: