Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 31

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 31
1. tölublað 202231 Í bók sem kom út 2011, Iðja, heilsa og velferð: Iðjuþjálfun í íslensku samfélagi skrifuðu Snæfríður Þóra Egilson og Sara Stefánsdóttir kaflann „Iðjuþjálfun barna og unglinga“. Þar telja þær upp helstu vinnustaði iðjuþjálfa með áherslu á iðjuþjálfun barna. Það voru vinnustaðir eins og Æfingastöðin, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins (Snæfríður Þóra Egilson og Sara Stefánsdóttir, 2011). Þessar stofnanir eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og þess er krafist að börn búsett úti á landi þurfi að leggja á sig ferðalag til þess að geta fengið þjónustu þeirra. Auðvitað hafa starfsmenn þessara stofnana líka lagt á sig vinnu og heimsótt börnin í nærumhverfinu. Þegar sum börn hitta ókunnuga geta þau átt það til að verða feimin, draga sig í hlé og haga sér ekki eins og foreldrar og starfsfólk leik- eða grunnskóla vænta. Snæfríður Þóra Egilson og Sara Stefánsdóttir benda líka á að þjónusta iðjuþjálfa fer núorðið í auknum mæli fram í nærumhverfi barnsins, með vinnu í skólum og hjá sveitarfé- lögum. Lengi vel voru stærstu skjólstæðingahópar iðjuþjálfa börn með hreyfihömlun eða hreyfiþroskaröskun og fengu þjónustu á heilsugæslustöðvum. Núorðið vinna iðjuþjálfar mikið með börnum sem glíma við sálfélagslega örðugleika, s.s. hegðunarvanda af ýmsum toga og athyglisbrest með ofvirkni, og með börnum á einhverfurófi (Snæfríður Þóra Egilson og Sara Stefánsdóttir, 2011). Teymisvinna þessara barna fer fram í skólunum fyrir tilstuðlan félagsþjónustu. Skóli án aðgreiningar er hugtak sem yfirleitt er notað þegar talað er um hvernig skólarnir koma til móts við alla nemendur skólans, sérstaklega þá sem þurfa á auknum stuðningi í námi að halda. Á Íslandi er skóli án aðgreiningar lögfestur og markar opinbera stefnu um skóla og menntun. Einnig þarf þó að horf- ast í augu við að margir kennarar telja skóla án aðgreiningar vera aukaverkefni. Út frá því hefur á síðustu árum aukist álag á kennara og þeir þurft að takast á við nýjar áskoranir vegna vaxandi fjölbreytileika í nemendahópnum. Höfundar fræði- greinarinnar „Opinber stefna, skólakerfið og hlutverk kennara: Viðbragðsbúnaður skólans“ benda á álagið sem kennarar og stjórnendur grunnskóla þurfa að þola. Þær nefna einnig mik- ilvægi þess að „auka þurfi fjölbreytni í þjónustu til að sinna sértækum þörfum nemenda og færa sérfræðinga í ríkara mæli inn í skólann, á vettvangi kennara og nemenda“ (Sigrún Júlíusdóttir og Sigrún Harðardóttir, 2019). Í lögum um grunnskóla stendur að stuðla eigi að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun (lög um grunnskóla nr. 91/2008). Hér komum við iðjuþjálfar inn í starf grunnskóla. Við getum þó varla nálgast alla nemendur ef iðjuþjálfar fá ekki tækifæri til þess að vinna í skólunum. Því miður þarf að gera sér grein fyrir því að skólaþjónusta sveitarfélaga, sem heldur utan um sérfræðiþjónustu eins og þjónustu skólasálfræðinga og þjón- ustu félagsráðgjafa, er oft rekin fyrir utan skólana og mun þannig aldrei ná til allra nemenda.  Styrkleikar iðjuþjálfa felast meðal annars í að vinna með börnum með sérþarfir. Okkur er kennt að finna fjölbreyttar lausnir og að horfa á mál með gagnrýnum augum. Í vinnu með nemendum með sérþarfir eða fatlanir er mikilvægt að ganga ekki út frá því að hefðbundnar leiðir séu þær réttu. Oft þarf að fá nýjar hugmyndir og endurhugsa aðferðir og nálgun á viðfangsefni. Í lögum um grunnskóla stendur í IV. kafla, 17. grein að „… nemendur með leshömlun, langveikir nemendur og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir eiga rétt á sér- stökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir“ (lög um grunnskóla nr. 91/2008). Iðjuþjálfar gætu vel tekið að sér að meta þessar sérþarfir og í sömu grein stendur að skólastjóri geti ráðið aðra aðila til stuðnings telji hann það nauðsynlegt. Þennan stuðning geta umsjónarkennarar, sérkennarar eða aðrir kennarar veitt en skólastjórar geta jafnframt ráðið aðra aðila til verksins að fengnu samþykki sveitastjórnar (reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010). Eins og fræðigreinar, lög og reglugerðir benda á, býðst iðju- þjálfum atvinnutækifæri í skólum landsins og ekki er hægt að horfa framhjá því að með ákvörðun Mennta- og menningar- málaráðuneytisins um innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur álag á kennara aukist. Því miður þurfum við að gera okkur grein fyrir að innleiðing svo umfangsmikillar stefnu mun ekki fara fram án aukins fjármagns. Það er ekki hægt að bjóða nem- endum með fjölbreyttar sérþarfir upp á skólagöngu þar sem

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.