Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 38

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 38
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa38 Hafdís Hrönn Pétursdóttir verkefnastjóri vettvangsnáms í iðjuþjálfunarfræði Hulda Þórey Gísladóttir verkefnastjóri vettvangsnáms í iðjuþjálfun Nám á vettvangi – iðjuþjálfunarfræði og iðjuþjálfun Iðjuþjálfunarfræði Nemendur í iðjuþjálfunarfræði til BS-gráðu fara í vettvangs- heimsóknir á öllum þremur námsárunum en þær eru hluti af sex námskeiðum. Nemendurnir fara oftast í heimsóknir á vett- vang tveir til þrír saman. Í námskeiðunum Inngangur að iðju- þjálfunarfræði og Þjónustuferli og fagleg rökleiðsla 1 og 2 fara nemendur á staði þar sem iðjuþjálfar starfa. Í námskeiðunum Þjónusta og vettvangur og Félagslegt umhverfi, stuðningur og tengsl kynnast nemendur hins vegar fjölbreyttum stöðum sem tengjast velferðarþjónustu í íslensku samfélagi. Á staðnum heldur tengiliður nemenda utan um heimsóknina. Hlutverk hans er að sjá um að nemendurnir fái viðeigandi námstækifæri í heimsóknunum. Hann sér um að skipuleggja heimsóknina og vera í tengslum við nemendurna og verk- efnastjóra vettvangsnáms eftir því sem við á. Vettvangsnám og vettvangsheimsóknir eru mikilvægur hluti af námi nemenda við iðjuþjálfunarfræðideild HA. Nú þegar umsóknum um nám við deildina hefur fjölgað verulega þarf að huga að fjölgun iðjuþjálfa í hlutverki tengiliða og leiðbeinenda – en hvernig förum við að því? Iðjuþjálfunarfræðideildin hefur í gegnum árin verið í góðri samvinnu við starfandi iðjuþjálfa sem hafa leiðbeint nemendum en við viljum gera enn betur. Dagný Þóra Baldursdóttir, iðjuþjálfi á Reykjalundi Það er mikilvægt fyrir mig sem fagmann að vera í tengslum við háskólasamfélagið og leggja mína þekkingu og reynslu á vogar- skálarnar. Ég tel það einnig efla mig sem einstakling að vera hluti af að leiðbeina og gefa af mér til komandi iðjuþjálfa. Ég legg mig fram um að vera jákvæð fyrirmynd og miðla af mér til nema, bæði sem einstaklingur og iðjuþjálfi. Það er hagur bæði fyrir mig og vinnustað minn að fá að fylgjast með faglegri þróun í iðjuþjálfanáminu. Auk þess nýtur vinnustaður minn góðs af að komandi iðjuþjálfar fái kynningu á starfinu sem þar fer fram. Því fleiri námstækifæri fyrir nema á ólíkum starfsvettvangi iðjuþjálfa, því betra. Mínar helstu hindranir í að taka nema eru tengdar starfshlut- falli mínu. Það er ákveðin áskorun að komast yfir öll verkefnin í hlutastarfi. Þau skipti sem ég hef tekið nema hefur það aukið minn faglega og persónulega þroska og algjörlega verið þess virði. Ég hvet alla iðjuþjálfa til að stíga skrefið og prófa að taka nema, það er lærdómur fólginn í því fyrir þig sem einstakling, skjólstæðinga þína og vinnustað þinn. Erna Kristín Sigmundsdóttir, iðjuþjálfi hjá HSN Mér fannst ég ekki geta boðið nema pláss þegar ég fékk fyrst tölvupóst frá HA. Mér fannst ég ekki hafa nægilega góða aðstöðu, ekki nóg að bjóða og bjó til endalausar afsakanir þar til ég áttaði mig á að ég sjálf var stærsta hindrunin. Ég ákvað að láta slag standa, sagði já og í stuttu máli sagt þá gekk þetta vonum framar. Ég fann að óöryggið hvarf þegar við sátum saman og ræddum íhlutun og aðferðir og ég gat miðlað reynslu minni af vinnu með skjólstæðingum. Ég fann að rökleiðslan, sem svo rík áhersla var lögð á í náminu, rann áfram viðstöðulaust og það sköpuðust afar fróðlegar og skemmtilegar umræður. Ég sá á svip nemans þegar hlutirnir fóru að smella saman og hún fór að sjá allt sem hún hafði verið að þræla sér í gegnum í skólanum raðaðist saman í eina heild. Mér þótti gaman að sjá þetta gerast og vera hluti af því að nem- inn tengdi saman fræðin og vinnuna. Ég man þegar ég var á sama stað í mínu síðasta verknámi og mér finnst mikilvægt að við sem leiðbeinendur gerum nemum það kleift. Um leið var þetta góð leið til þess að rifja ýmislegt úr náminu upp, auk þess sem ég gat nálgast gögn og tæki frá HA sem ég hefði annars ekki getað gert. Ég fór út fyrir þægindarammann en nú finnst mér ég vera öflugri iðjuþjálfi, meðvitaðri um það sem er að gerast í fræðunum og hef enn meira sjálfstraust til þess að láta í mér heyra. Frá Háskólanum á Akureyri :

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.