Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 26

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 26
1. tölublað 202226 þjálfi, gestalektor við HA og gegnir einnig rannsóknarstöðu við Oslo Metropolitan University. Hún vann doktorsverkefni við Lundarháskóla árið 2016 sem snerist um breytingar á hús- næði til að stuðla að þátttöku og áframhaldandi sjálfstæðri búsetu fólks með færniskerðingu. Fókusinn var á að geta sinnt sínum störfum og tekið þátt í samfélaginu heima og heiman. Strax eftir doktorsnámið tók hún þátt í stóru verkefni, Home4Dem sem var styrkt af Evrópusambandinu. Settir voru upp skynjarar heima hjá fólki á nokkrum stöðum og gervi- greindarbúnaður sem átti að læra á rútínu fólksins og senda skilaboð þegar eitthvað færi úrskeiðis og rútínan breyttist. Áherslan var á fólk með byrjunareinkenni heilabilunar og ætlunin að kanna hvaða aðrar breytur kæmu að; heilsa, sjálf- stæði, álag á starfsfólk og álag á fjölskyldu. App var svo tengt skynjurunum sem skoðaði hvernig skjólstæðingurinn hagaði sér heimavið. Það gekk á ýmsu við rannsóknina, að fá fólk til að taka þátt og fá að setja skynjara upp heima. Heilbrigðisstarfsmenn voru mjög efins og það reyndist ákveðin hindrun. Björg og fleiri settu fram rannsókn sem skoðaði þróunina í veferðartækni: Acceptance and use of Innovative Assistive Technologies among People with Cognitive Impairment and Their Careg- ivers: a Systematic Review. Tilgangurinn var að skoða mis- munandi tegundir af velferðartækni sem kom fram 2007–2017 og rannsaka notkun skynjara, gps á lyklakippum eða í skósóla, snjallúra, spjaldtölva og hvers kyns víddarbretta auk vélmenna sem spilafélaga. Niðurstaðan var fyrst og fremst sú að allir sem koma að málinu vilja nota þessa tækni og sjá persónulegan ávinning. Björg minnti á að í HA væri verið að mennta heil- brigðisstarfsmenn framtíðarinnar og mikilvægt væri að vera framarlega og fræða um tækninýjungar og velferðartækni. Björg vinnur nú að nýju verkefni í Oslo, BoVel 2022, en það er skjálausn sem stefnir að því að draga úr innlögnum á hjúkr- unarheimili. Hún er einföld í notkun, aðeins einn takki sem hægt er að snúa eins og í gömlu útvörpunum, smellur heyrist og aðeins hægt að hafa á eða af. Ef skjárinn er á, getur fjöl- skyldumeðlimur verið með skjá heima hjá sér og heilsað upp á notandann og aðstoðað. Björg nefndi einnig SPIS (Stepwise Participatory Implementation Strategies) þar sem leiddir eru saman einstaklingar, aðstandendur, heimaþjónusta og hönnuðir velferðarkerfa. Lausnin byggir á needs-led research (James Lind Alliance). Sveigjanleiki og skipulagsapp skilar sér vel Á Heilsuvernd hjúkrunarheimili hafa nýjungar verið reyndar hvað varðar dagskipulag. Þóra Sif Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri hjúkrunar sagði frá sveigjanlegri dagþjálfun og hvernig lengd dvalartíma á hjúkrunarheimilinu hefði dregist saman frá 2,2 árum í 8 mánuði eftir innleiðingu. Starfsemin er í stöðugri þróun og lögð áhersla á þverfaglega þjónustu. Deborah Júlía Robinson og Eva Björg Guðmundsdóttir fjöll- uðu um innleiddar nýjungar í velferðartækni í heimahjúkrun HSN. Svæði þeirra er stórt en dreift og alls 22 þúsund þjón- ustuþegar. Mikilvægt að geta innleitt þessa þjónustu þar sem langur akstur er helsta hindrunin í starfinu. Þar er 350 skjólstæðingum sinnt daglega. Þar hefur Smásöguappið verið innleitt, hver starfsmaður hefur sinn síma og getur séð skipulag dagsins og upplýsingar skjólstæðingsins. Einnig má skrá vitjun í appið. Gott samstarf var milli hönnuða appsins og starfsmanna og búið að fjarlægja flesta hnökra. Jákvæðast var að skjölum fækkaði og allur aðgangur að upplýsingum varð betri. Eva nefndi sem dæmi að ef sýking kæmi í sár væri hægt að taka mynd af sárinu og fá leiðbeiningar frá sárateymi SAk eða sýklalyf frá lækni, sem gæti nálgast myndina í Sögu. Þannig myndi öryggi skjólstæðinga og starfsmanna aukast. Samstarfsyfirlýsing undirrituð.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.