Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 17

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 17
1. tölublað 202217 í fagblað iðjuþjálfa þar sem dregin var upp ítarleg mynd af viðfangsefnum og ferli iðjuþjálfunar (Guðrún Pálmadóttir og Kristjana Fenger, 1990). Þetta mun hafa verið fyrsta fræðilega greinin um iðjuþjálfun á íslensku. Það að fagið hafði verið numið á ólíkum tungumálum torveld- aði faglegar umræður iðjuþjálfa og gerði þeim erfiðara fyrir við að lýsa starfseminni og þeim hugmyndum sem þar lágu að baki. Til að bregðast við þessu var stofnuð íðorðanefnd sem útbjó íslenskan hugtakalista með skýringum að fyrirmynd bandaríska iðjuþjálfafélagsins (Iðjuþjálfafélag Íslands, 1996). Íslenska útgáfan var mikið notuð í fyrstu en missti smám saman gildi sitt í takt við breytingar í faginu. Kynning á iðjuþjálfun Allir félagar unnu mikið kynningarstarf innan sinna vinnu- staða og víðar þegar því var við komið. Stofnuð var sérstök kynningar nefnd sem útbjó efni um menntun og störf iðjuþjálfa til að nota við ýmis tækifæri, m.a. í námskynningum í fram- haldsskólum. Einnig voru útbúnir bæklingar til kynningar fyrir almenning og þeim dreift víða. Árið 1976 stóð kynningarnefnd fyrir viðamikilli könnun á þörf fyrir iðjuþjálfun þar sem sendar voru fyrirspurnir til 59 heil- brigðisstofnana víðs vegar um landið. Spurt var um hvort áformað væri að ráða iðjuþjálfa, væri hann ekki nú þegar á staðnum. Aðeins 22 svör bárust sem alla jafna voru frekar jákvæð, en sex staðir höfðu þá þegar iðjuþjálfa sem hluta af sínu starfsliði. Um sama leyti voru send bréf til ráðuneyta heilbrigðismála, menntamála og fjármála til að kynna iðju- þjálfunarfagið og hlutverk þess í íslensku samfélagi. Þessi sama nefnd birti síðan í nafni félagsins grein með myndum í Lesbók Morgunblaðsins (Iðjuþjálfun er fjölbreytt og skemmti- legt starf, 1978). Árið 1981 var fengin til landsins farandsýning sem sænskir iðjuþjálfanemar höfðu útbúið og henni snúið yfir á íslensku. Sýningin var sett upp í kringlu Landspítalans og einnig í þáverandi fokheldri nýbyggingu sjúkrahússins á Akur- eyri. Hún var opnuð formlega með ræðuhöldum og umfjöllun fjölmiðla, bæði í dagblöðum og útvarpi og vakti nokkra athygli (Farandsýning iðjuþjálfanema stendur yfir í anddyri Land- spítalans, 1981; LKM, 1981; Svkr, 1981). Ýmislegt kynningarefni frá þessum tíma er enn þá varðveitt hjá félaginu. Faglegir hagsmunir og viðurkenning Að fá iðjuþjálfun viðurkennda sem sjálfstæða fræðigrein í íslensku samfélagi var mikilvægt en kostaði töluverða fyrir- höfn þar sem yfirstíga þurfti ýmsar kerfislægar hindranir. Iðju- þjálfanámið á Norðurlöndum var á þessum árum í sérskólum sem alla jafna töldust vera á háskólastigi, en nemendur útskrif- uðust ekki með BS- eða BA-gráðu og því höfðu flestir íslensku iðjuþjálfarnir ekki aðgang að Bandalagi háskólamanna (BHM). Fyrstu árin voru iðjuþjálfar sem störfuðu hjá ríki og borg ýmist félagar í Starfsmannafélagi ríkisstarfsmanna (SFR) eða Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar (SR) en bæði félögin áttu aðild að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Sjúkraþjálfarar og félagsráðgjafar áttu aðild að sömu kjarafé- lögum, en þeirra nám var jafnlangt og á sama námsstigi og iðjuþjálfunarnámið. Eftir allnokkra baráttu tókst iðjuþjálfum að fá nám sitt metið sem jafngilt BA- eða BS-gráðu og þar með fékk Iðjuþjálfafélag Íslands aðild að BHM árið 1984 (Friðrik G. Olgeirsson, 2008). Iðjuþjálfarnir þurftu samt alla jafna að bæta við sig námskeiðum í rannsóknaraðferðum til að fá aðgang að framhaldsnámi á meistarastigi. Faglegir hagsmunir tengdust líka samningum við Trygginga- stofnun ríkisins (TR), en það var talið mikilvægt skref í að litið væri á iðjuþjálfun sem sjálfstæða fræðigrein. Samningaviðræður milli IÞÍ og TR höfðu varað lengi þegar það kom í ljós að fulltrúar TR vildu eingöngu semja við þjónustustofnanir sem ekki voru í eigu hins opinbera eins og t.d. Æfingastöðina (Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra). Á þessum tíma þurftu iðjuþjálfarnir þar reyndar að skila reikningum fyrir þjónustu sína í nafni sjúkra- þjálfunar sem þeir voru að sjálfsögðu afar ósáttir við. Síðar samdi TR við ýmsar starfstöðvar um þjónustu iðjuþjálfa. Baráttan fyrir íslensku námi Eins og áður hefur komið fram var íslenskt nám í iðjuþjálfun fyrsta markmið IÞÍ frá upphafi þó ekki hafi verið grundvöllur fyrir að hefja þann undirbúning fyrr en stéttin væri orðin nægi- lega fjölmenn og menntunarstig hennar hærra. Náms í iðju-

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.