Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 21

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 21
1. tölublað 202221 Meðan á Íslandsdvöl dr. Gail Maquire stóð, fundaði hún viku- lega með tveimur fulltrúum skólanefndar, þeim Guðrúnu og Snæfríði. Þær voru þá samkvæmt beiðni háskólaráðs HÍ að undirbúa skýrsluna Hlutverk iðjuþjálfunar í heilbrigðis- þjónustu og ávinningur af íslensku háskólanámi í iðjuþjálfun (Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson, 1996a) auk þess að vinna greinargerð um húsnæðisþörf væntanlegrar námsbrautar (Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson, 1996b). Sérþekking dr. Maquire á námi í iðjuþjálfun og almennri þekkingarfræði nýttist þarna vel til að leggja grunn að námslík- ani fyrir iðjuþjálfunarnámið og innihaldi þess (Maquire, 1995). Að frumkvæði dr. Maquire var síðar haldinn kynningarfundur í HÍ um stöðu iðjuþjálfunar á Íslandi og skipulag og innihald námsins sem verið var að undirbúa. Í nóvember þetta sama ár fóru tveir fulltrúar skólanefndar (Guðrún og Snæfríður) í kynnisferð til Danmerkur og heim- sóttu iðjuþjálfaskólana í Kaupmannahöfn og Álaborg, en báðir þessir skólar höfðu þá tekið upp lausnaleitarnám (PBL = problem based learning). Einnig tóku þær þátt sem fulltrúar Íslands í ráðstefnu COTEC (Council of Occupational Therapy for The European Countries) og í stofnfundi ENOTHE (European Network of Occupational Therapy in Higher Education), en Ísland fékk þar hálfa aðild þar sem nám í iðjuþjálfun var í undirbúningi (Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson, 1995). Ferðin var styrkt af Menntamálaráðuneytinu. Fyrrnefnd skýrsla Guðrúnar og Snæfríðar um hlutverk iðju- þjálfunar í heilbrigðisþjónustu og ávinninginn af íslensku námi var send ráðuneytum menntamála og heilbrigðismála síðla árs 1995. Þá gerði Fjármálasvið HÍ kostnaðaráætlun fyrir námið þar sem gengið var út frá því að u.þ.b. helming bóklegra námsein- inga mætti finna innan annarra deilda og námsbrauta í HÍ. Á þessum forsendum samþykkti háskólaráð í maí 1996 að hefja kennslu í iðjuþjálfun þá um haustið ef fengist til þess fjárveiting. Tillagan um stofnun náms í iðjuþjálfun fékk jákvæð viðbrögð innan Menntamálaráðuneytisins sem taldi áætlanir um fag- legt skipulag og kostnað við námið fullnægjandi. Einnig var ráðuneytið reiðubúið til að styðja tillögu um fjárveitingu ef háskólinn væri tilbúinn til að setja þetta málefni í forgang í sínum fjárlagatillögum, innan þess ramma sem fjárlög heim- iluðu (Björn Bjarnason, 1996; Ekkert bólar á námsbraut í iðju- þjálfun í HÍ, 1996; Forgangsverkefni að draga úr rekstrarhalla, 1996). Þar með var ljóst að lokaákvörðunin lá innan háskólans og að það félli í hlut stjórnenda í læknadeild HÍ að fylgja henni eftir og aðlaga fjárhagsáætlun fyrir komandi ár í takt við það. Á fundi fulltrúa IÞÍ með stjórnendum læknadeildar HÍ vorið 1997 kom í ljós að þrátt fyrir almennt jákvæða afstöðu til málsins þá voru ekki allir reiðubúnir til að aðlaga námsfyrir- komulagið og þrengja að fjárhagi og aðstöðu námsbrautanna sem fyrir voru. Þar með var ljóst að ekkert yrði af námi í iðju- þjálfun við HÍ að svo stöddu. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir iðjuþjálfastéttina sem hafði bundið miklar vonir við að íslenskt nám myndi efla þróun fagsins og iðjuþjálfar þar með öðlast sess í fræðasamfélaginu. Stuðningsmenn meðal alþingismanna og háskólamanna hörmuðu einnig að Háskóli Íslands hefði kosið að setja námið ekki í forgang, þrátt fyrir vandaðan og góðan undirbúning og lítinn kostnað, á meðan aðrir lýstu skilningi á þröngri stöðu háskólans. Bent var á nauðsyn þess að svo þjóðhagslega mikilvægt nám kæmist á sem fyrst og vangaveltur voru um hvað þyrfti til að það yrði að veruleika.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.