Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 42
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa42
Linda E. Pehrsson
iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri
Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfA)
Aðeins af sjálfri mér
Ég lærði iðjuþjálfun í Álaborg í Danmörku, í Ergoterapeut-
og Fysioterapeutskolen, og lauk námi árið 2000.
Eftir að ég lauk námi starfaði ég í Álaborg á bráðasjúkrahúsi
og í grunnskóla með hreyfihömluðum og fjölfötluðum börn
með sérþarfir. Ég flutti heim 2002 og starfaði á LSH í Fossvogi
sem iðjuþjálfi/fageiningarstjóri á ýmsum sviðum, s.s. barna-
deild, öldrunardeild, heila- og taugadeild, bæklunarskurðdeild
og lyflækningasviði árin 2002–2004. Þessi ár var ég mjög
dugleg að heimsækja Danmörku og fara á námskeið í A-ONE
og AMPS-færnimati og sérstaklega áhugasöm um að meta
færni við akstur og af endurhæfingu aldraðra í heimahúsum.
Í lok árs 2004 sótti ég um starf sem iðjuþjálfi á Þórshöfn hjá
sveitarfélaginu Langanesbyggð og Heilbrigðisstofnun Þing-
eyinga í heilsugæslunni með aðstöðu á Þórshöfn, Raufarhöfn
og Kópaskeri. Þar hafði ekki verið starfandi iðjuþjálfi áður
og því um nýtt stöðugildi að ræða. Ég var ráðin til að sinna
starfsendurhæfingu á svæðinu á vegum starfsendurhæf
ingarinnar Byr sem nú kallast Starfsendurhæfing Norðurlands,
í leik- og grunnskólanum ásamt hjúkrunarheimilinu Nausti.
Ég hætti störfum hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 2009 og
hóf hlutastarf hjá Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga með
aðsetur í grunnskóla Þórshafnar og sem verktaki. Ég tók að
mér ýmis skemmtileg fræðsluverkefni fyrir þekkingarnet
Þingeyinga, sótti námskeið á vegum Vinnueftirlitsins og gerði
áhættumat í fiskvinnslufyrirtækjum.
Að starfa sem iðjuþjálfi hjá sveitarfélagi og heilsugæslu var afar
fjölbreytt, gefandi og lærdómsríkt. Ég tók ýmis námskeið til að
auka við færni mína með börnum og öldruðum, t.d. um íþrótta-
iðkun aldraðra, stólaleikfimi og árangursríkar aðferðir til að
kenna öldruðum, sensory profile, birtingu skynjunar, CAT- kass-
ann, Eden-hugmyndafræðina, ART-Agression Replacement
Starfið mitt:
Iðjuþjálfun, starfsendurhæfing
og náttúrumeðferð