FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 5
5FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
því fimmta í mars. Það varð nýtt og skemmtilegt hlutverk að
verða afi.
Þó ég búi ekki í Stykkishólmi núna, þá á ég mikið af ættingjum
og vinum þar og fullt af kunningjum. Við frændur, allir tvímenn-
ingar, förum árlega í ættarsetur eins okkar vestur í Hólm og þá
er farið út í eyjarnar þar sem afi okkar og amma voru uppal-
in og bjuggu í. Með okkur í för eru frændur okkar sem búa í
Hólminum og eru einnig ættaðir úr þessum eyjum. Þar eru tínd
egg og farið á sjóstöng á gömul fiskimið forfeðra okkar. Ferðin
markar upphaf vorsins í hugum okkar frænda og tilhlökkunin
fyrir hverja ferð er mikil og yljum við okkur allan veturinn við
sögur úr fyrri ferðum.
Íþróttirnar og áhugamálin
Í Stykkishólmi var nóg af grasblettum til að djöflast á í fótbolta
heilu sumrin og svo var það körfubolti á veturna. Körfuboltinn
varð fljótlega mín íþrótt og spilaði ég fyrstu leiki mína á
Íslandsmóti með Snæfelli. Þegar ég fluttist suður spilaði ég
fyrst með Fram, en lengst af með Íþróttafélagi Stúdenta (ÍS).
Ég starfaði mikið fyrir körfuknattleikssambandið. Þar sinnti
ég uppgjörsmálum og sat í nefndum á vegum sambandsins,
lengst af í aganefnd í um 25 ár. Fyrir störf mín hef ég hlotið
bæði silfur og gullmerki sambandsins. Ég er því mikill áhuga-
maður um körfubolta, held alltaf með Snæfelli og með Boston
Celtics í NBA deildinni. Ég hef farið nokkrum sinnum á leiki í
Boston og einu sinni farið á „All Star“ leik sem er ævintýri út af
fyrir sig. Það er í eina skiptið sem ég fór niður fyrir meðalhæð
í hópi manna.
Ég er líka uppalinn við vatnaveiðar, veiddi mikið silung sem
strákur í vötnunum fyrir ofan Stykkishólm. Við félagarnir vorum
stundum keyrðir þangað uppeftir á föstudegi með tjald og
nesti og sóttir svo á sunnudegi. Núna stunda ég mest laxveiði.
Fékk Maríulaxinn minn í Straumfjarðará á Snæfellsnesi og veiði
oft þar enda er hún mín uppáhalds á. Uppáhaldsflugurnar og
sem ég nota mikið eru Madeleine nr. 18 og svo rauð Frances
í ýmsum útfærslum. Stærsti lax sem ég hef dregið á land var
96 cm hængur veiddur í Þverá í yfir 20 metrum á sekúndu og í
grenjandi rigningu. Ég á því ennþá eftir að brjóta 100 cm múr-
inn, en það kemur.
Stjórn FLE 2017-2018 frá vinstri: Anna Kristín, Sif, Ágúst, Bryndís Björk og Guðni
Ágúst með keðjuna nýtekinn við formennsku