FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 25

FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 25
25FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 Fyrir utan samlagningar og undirstrikanir gátu ýmis störf fallið í hlut nema. Einn vordaginn henti Valur bíllyklunum sínum í Benna og sagði: Jæja góurinn, nú ferð þú með bílinn minn á bílaverkstæðið inn við Sundin og lætur setja á hann sumar- dekkin. Benni dreif sig út í bílinn hans Valla sem var gömul drossía af Citroen Pallas gerð með gírana í stýrinu og hvernig sem hann reyndi þá kom hann ekki bílnum í bakkgír. Ekki kom til greina að fara aftur inn og spyrja Val, því hann gat brugðist misjafnlega við spurningum sem honum fannst að allir ættu að vita svörin við. Benni brá þá á það ráð að spyrja vegfarendur sem áttu leið fram hjá Tjörninni hvort þeir kynnu að setja svona bíl í bakkgír. Sá fimmti sem var spurður kunni það, þannig að Benni keyrði í burtu glaður í bragði. Þarna lærði Benni sjálfstæð vinnubrögð og að hugsa út fyrir rammann. Með tíð og tíma fékk neminn síðan að kynnast því að færa bók- hald. Þar sem aðrir en Verslingar voru þar ekki á heimavelli þá var Siggi spurður um lausnir þegar hlutirnir vöfðust fyrir þeim, sem styttra voru komnir. Til dæmis var Benni eitt sinn að færa bókhald fyrir gjafavöruverslun þar sem annar eigandinn var nýlátinn. Kom þá til bókunar reikningur fyrir líkkistunni og spurði Benni því Sigga hvað nú væri til ráða við val á bókhalds- lykli. Siggi svaraði að bragði: Hvernig finnst þér lykillinn glugga- skreytingar? Líkamsræktin fólst í hádegisfótbolta út á Melavelli í Lunch United. Hins vegar var lítil skilningur á því að sú líkamsrækt myndi auka afköstin í vinnunni og gera starfsmenn ánægðari, heldur var þetta endalaus barátta um hvort matartíminn okkar væri bara frá 12 til 13 þótt sama dag væri maður kannski í vinnunni fram undir miðnætti. Þess má geta að Lunch United er ennþá við lýði án okkar. Svokallað spjaldabókhald var mikil bylting á sínum tíma en það fólst í því að hver bókhaldslykill hafði sitt spjald. Fyrst var rétt spjald fundið og þá var debet talan prentuð með sérstakri vél á spjaldið ásamt dagsetningu, fylgiskjalsnúmeri og texta og síðan var spjaldið fyrir kredit færsluna fundið og sama aðgerð framkvæmd. Þegar bókhaldið var tilbúið voru niðurstöðutölur hvers spjalds handskrifaðar inn á svokölluð „balance“ blöð sem pöntuð voru beint frá kóngsins Kaupmannahöfn. Þetta voru dálkaskipt blöð þar sem niðurstöður bókhaldsspjaldanna voru færðar í fyrsta dálk, eftir atvikum í debet eða kredit, milli- færslur og leiðréttingar fóru í næsta dálk og síðan var allt lagt saman og fært út í dálka fyrir ýmist rekstrar- eða efnahags- reikning og þar með var uppgjörið tilbúið og vélritað upp. Engar skýringar eða sjóðstreymi, bara einfalt líf. Þetta einfalda líf breyttist síðan hægt og bítandi upp úr 1980 eftir að reikningsskilanefnd FLE gerði tillögur um að skýringar og sjóðstreymi fylgdu rekstrar- og efnahagsreikningi. Á svip- uðum tíma breyttust skattalögin á þann hátt að taka varð tillit til verðbólgu við eignfærslu varanlegra rekstarfjármuna með end- urmati og reikna varð verðbreytingarfærslu í rekstarreikningi til að gjaldfæra verðrýrnun peningalegra eigna og tekjufæra hagn- að af peningalegum skuldum Nú tók við hjá nemanum enda- laus vinna við að finna kaupár varanlegra rekstarfjármuna og framreikna kaupverð þeirra frá kaupári til uppgjörsárs með svokölluðum verðbreytingarstuðli og síðan að reikna fengnar afskriftir eftir árafjölda til að finna endurmetnar eftirstöðvar fyrninganna sem eftir voru. Þetta var sem sagt gert í höndun- um með reiknivél og handskrifað inn í fyrningaskýrslu. Síðan ef menn vildu vera flottir á því þá var hin handskrifaða fyrninga- skýrsla vélrituð áður en hún var póstlögð til skattstjóra. Skattalega framsetningin á verðbólgu reikningsskilum þótti síðan ekki nægilega nákvæm þar sem verðbreytingarstuðlarnir reiknuðu endurmat og verðbreytingarfærslu miðað við hækkun á meðaltalinu milli tveggja ára en miðað við stöðuna í ársbyrjun og ekkert var tekið tillit til þess hvað gerðist innan ársins hvorki í breytingu á verðbólgu eða á stöðu peningalegra eigna og skulda. Þá kom til sögunnar svokölluð fráviksaðferð sem hét því lýs- andi nafni af því hún var frávik frá skattaaðferðinni við að reikna endurmat og verðbreytingarfærslu. Samkvæmt henni var end- EBEÁ sigurvegari í firmakeppni í fótbolta á gamla Melavellinum um 1980

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.