FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 4

FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 4
4 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 Viðtal Við nýjan Formann H. Ágúst Jóhannesson er formaður FLE Hver er hann þessi H. Ágúst Jóhannesson nýi formaður FLE? Hver er bakgrunnur hans, fjölskylduhagir, áhugamál og hvert stefnir hann í lífinu? Verður hann róttækur, baráttuglaður for- maður eða leggur hann íhaldssamar línur í starfssemi félags- ins? Og síðast en ekki síst, hvað er hann með í forgjöf? Þessar spurningar og aðrar voru lagðar fyrir Ágúst sem tók ljúflega í þá bón að eiga við hann viðtal í þeim tilgangi að kynna manninn fyrir félagsmönnum í FLE. Gefum Ágústi orðið. hVer er maðurinn? Ég er fæddur í Reykjavík 21. febrúar 1960 og er því að verða 58 ára og skírður í höfuðið á móðurafa mínum, Hannes Ágúst en er ævinlega kallaður Ágúst eins og gilti reyndar líka um afa minn. Það er miklu sjaldgæfara að fólk sé kallað seinna nafni sínu og því skrifa ég mig H. Ágúst og fer spar- lega með Hannesar nafnið. Fjölskyldan fluttist svo fljótlega til Stykkishólms þaðan sem móðurfólk mitt er ættað. Þar ólst ég upp ásamt systrum mínum Sigríði Hönnu og Guðrúnu við gott atlæti. Við systkinin vorum svo heppin að amma hélt heimili með foreldrum okkar svo ég þurfti ekki að fara á leikskóla, því amma var heimavinnandi og ég þurfti mikið pláss. Hún gat verið ströng og fylgin sér ef svo bar undir en alltaf sanngjörn. Hún var alin upp í Breiðafjarðareyjum, þar sem lífið var ekki alltaf auðvelt. Hún kenndi okkur að taka hlutunum aldrei sem sjálfgefnum og varð hún mér fyrirmynd á mörgum sviðum. Svo voru foreldrarnir mér einnig miklar fyrirmyndir. Það væsti því ekki um mig. Ég ólst upp við mikið frjálsræði og það var gott að alast upp í Hólminum, þar sem leikvöllurinn náði milli fjalls og fjöru. Ég fékk að kynnast atvinnulífinu á sumrin, vann við margvísleg störf og fór svo á sjóinn, fyrst á skelfisk og svo á netavertíð sem var mikil lífsreynsla og er sjómennskan erfiðasta líkam- lega vinna sem ég hef stundað. Fyrir vikið ber ég alltaf mikla virðingu fyrir sjómönnum og þeirra krefjandi störfum. Í lok netavertíðarinnar festi ég annan handlegginn í dráttarspili og brotnaði illa og minnir það brot reglulega á sig. Ég var í síðasta árganginum sem tók landspróf og var svo á sjónum í nokkurn tíma eftir það. Ég fór því ekki í framhaldsskóla fyrr en ég var á átjánda ári og varð Versló fyrir valinu. Ég tók þaðan stúdents- próf 1982 og fór beint í Háskóla Íslands þar sem ég lauk við- skiptafræði á endurskoðunarsviði fjórum árum síðar. Ég kynntist Ragnheiði konu minni fyrst í Stykkishólmi. Hún á mikið af ættingjum þar og kom þangað til að setjast í lands- próf, þó hún byggi ekki sjálf þar, en fékk inni hjá ættingjum. Við eigum þrjú börn á aldrinum 21 – 31 árs, einn son, tvær dætur og fjögur barnabörn, þar á meðal tvíbura og er von á Það er eflaust mesta áskorunin framundan hvernig hægt verður að útvíkka starfsemina hjá þessu gamla rótgróna en samt síunga félagi, fari svo að félagsmönnum fækki

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.