FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 15

FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 15
15FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 peningaþvætti samhliða skattalagabroti. Þá má einnig nefna nýlega reglugerð nr. 175/2016 þar sem áskilið er að tilkynningar um peningaþvætti séu sendar skattrannsóknarstjóra, sem eftir atvikum hefur rannsókn vegna ætlaðra skattalagabrota á grund- velli þeirra. 2.1.8 tillaga 8: samstarF innlendra stoFnanna. Skýrsluhöfundar leggja til að stjórnvöld komi sér upp áhrifaríku laga- og stjórnskipunarlegu umhverfi sem auðveldi samstarf milli skattyfirvalda og annarra innlendra yfirvalda. Hér má nefna skatt- yfirvöld, tollayfirvöld, fjármálaeftirlit, seðlabanka, peningaþvættis- skrifstofu héraðssaksóknara og lögreglu. Eins og áður hefur komið fram mætti auka á skilvirkni hérlendis. Skilningur hefur aukist á mikilvægi þess að stofnanir deili upplýs- ingum og hafi með sér samráð þegar grunur vaknar um skattsvik og samvinnu þarf til að upplýsa og rannsaka mál með sem trygg- ustum hætti. Nauðsynlegt er að lögð verði vinna í að auka enn frekar á samvinnu og auka skilvirkni milli stofnanna, svo og að fara yfir þær lagalegu hindranir sem kunna að vera í vegi fyrir upp- lýsingagjöf á milli stofnanna. Eins og áður hefur verið nefnt má ætla að til bóta væri að skapa enn formlegri ramma varðandi sam- starf stofnanna en nú er. 2.1.9 tillaga 9: alþjóðlegt samstarF Skýrsluhöfundar leggja til að laga- og stjórnskipulegt umhverfi stofnanna sem rannsaka skattsvik sé þannig úr garði gert að það auðveldi alþjóðlega samvinnu við rannsókn skattsvikamála. Íslensk stjórnvöld hafa á síðustu misserum lagt aukna áherslu á að taka þátt í alþjóðasamstarfi að því er tekur til skattsvikamála. Hér má t.d. nefna alþjóðlega samvinnu um skipti á upplýsingum auk þess sem íslensk stjórnvöld hafa leitast við að fara eftir til- mælum OECD um úrbætur á lögum og starfsemi eftirlits- og rannsóknaraðila. Ísland er m.a. aðili að Financial Action Task Force (FATF) sem er alþjóðlegur framkvæmdahópur sem hefur m.a. gefið út tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka. Þá hefur Ísland tekið þátt í starfi starfshóps OECD - Task Force on Tax Crimes and Other Crimes (TFTC), en sú skýrsla sem hér er til kynningar er einmitt unnin af þeim starfshópi eins og fram kom í upphafi. Beita íslensk stjórnvöld í síauknum mæli þeim alþjóðlegu samningum sem hér eru fyrir hendi. Mikilvægt er að Ísland komi í sem víðustum skilningi að alþjóð- legri samvinnu á sviði skattsvikamála og annarra fjármálabrota. 2.1.10 tillaga 10: Vernd réttinda grunaðs/ákærðs aðila. Skýrsluhöfundar brýna fyrir stjórnvöldum að skattþegn sem grunaður sé eða ákærður fyrir skattsvik verði að geta treyst á að grundvallar réttindi séu virt. M.a. er nefnd vernd sakbornings gegn tvöfaldri refsingu (ne bis in idem). Telja verður að sakborningar hér á landi njóti grundvallar réttinda í skattsvikamálum. Réttindi þeirra eru tryggð í lögum um meðferð sakamála, lögum um Mannréttindasáttmála Evrópu og með mannréttindaákvæðum Stjórnarskrárinnar. Að því er varðar vernd sakbornings gegn tvöfaldri refsingu (ne bis in idem), er ekki úr vegi minnast á tvo dóma. Annars vegar dóm Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl. gegn íslenska ríkinu, sem kveðinn var upp þann 18. maí s.l. og dóm Hæstaréttar nr. 283/2016 (ákæruvaldið gegn X), sem kveðinn var upp þann 21. september 2017. Ekki þykir ástæða til þess að reifa dómana sérstaklega hér en ágrein- ingur var um hvort að hérlend efnismeðferð og sakfelling hefði brotið í bága við 4. gr. 7. samningsviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeð- ferð í sakamálum. Að mati skattrannsóknarstjóra verða framangreindir dómar fyrst og fremst taldir veita tilefni til breytingar á verklagi í þeim mála- flokki sem um ræðir en embættið álítur þá ekki fela í sér kröfu um lagabreytingar. Æskilegt er þó að yfirfara lagaákvæði samhliða framkvæmd á þessu sviði til að tryggja að hún verði sem best. 3.0 niðurlag: Eins og hinar nýlegu íslensku skýrslur bera með sér eru verkefnin ærin. Hafa verið lagðar fram fjölmargar tillögur til úrbóta sem margar hverjar hafa þegar hlotið brautargengi á meðan aðrar eru til nánari skoðunar.Sé horft til framangetinna 10 meginreglna sem lýst er í skýrslu OECD má þó fullyrða að frammistaða íslenskra stjórnvalda sé að meginstefnu til góð. Hefur töluverð vinna verið lögð í að greina þau vandamál sem uppi eru og hafa úrbótatillögur verið á borð bornar. Eins og lýst er í hinum íslensku skýrslum má þó enn frekar taka mið af tillögum sem fram hafa komið, jafnt frá innlendum aðilum og erlendum, s.s. frá OECD, sem og að efla skilvirkni og sam- starf bæði stofnanna hér innanlands og við erlend ríki. Guðmundur Skúli Hartvigsson

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.