FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 6
6 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
Ég fór að spila golf af alvöru árið 2012, en hafði átt golfsett
frá því 1987 þegar tveir vinir mínir sem voru að flytja heim frá
Bandaríkjunum eftir nám, kipptu með golfsetti fyrir mig. Það
fór reyndar strax í geymsluna og er þar enn lítið notað, því
barnauppeldið tók á þessum árum allan minn tíma utan vinnu.
Við hjónin erum í golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG)
og rokkar forgjöfin upp og niður fyrir 22. Við förum reglulega
erlendis í golf, mest til Spánar. Við göngum alltaf í golfinu því
Ragnheiður tekur ekki annað í mál.
starFsFerill
Ég byrjaði að vinna hjá Endurskoðunarmiðstöðinni N.
Manscher (nú PwC) í febrúar 1986 með námi og var þar til
1989 þegar ég fór yfir til eignarleigufyrirtækisins Lindar og
þaðan til Landsbankans fram til 1995. Þá fór ég til SamEnd,
síðar BDO Endurskoðunar og svo til Ernst & Young sem þá
var, frá 1997 til 2000 og náði loksins löggildingunni á þeim
tíma. Löggildingarprófin eru nefnilega þræl erfið eins og þeir
þekkja sem reynt hafa. Árið 2000 sameinuðust Ernst & Young
og KPMG þar sem ég hóf störf sem löggiltur endurskoðandi
og sem meðeigandi frá ársbyrjun 2001 og er ég þar enn. Hjá
KPMG starfaði ég einnig sem sviðstjóri ráðgjafarsviðs í sjö ár
og fór endurskoðunin í annað sætið á meðan, en er nú aftur
farinn að starfa við endurskoðun sem mér finnst skemmtilegt.
Eigendur hjá KPMG þurfa að selja eignarhluta sinn þegar þeir
verða 63 ára. Ég er ekki farinn að huga að starfslokum, það geri
ég ekki fyrr en ég hef lokið störfum mínum sem formaður FLE
og á þá væntanlega 4-5 góð ár eftir sem eigandi.
Formennskan og Félag löggiltra endurskoðenda
Ég hef nú starfað fyrir félagið sem varaformaður í tvö ár og
þekki starfsemi félagsins alveg ágætlega. Það er prýðisfyrir-
komulag að gegna varaformannsstöðunni áður en maður tekur
við formennskunni, því maður veit þá betur hvað starfið felur í
sér. Félagið er rótgróið og í eðli sínu íhaldssamt. Starfsemin er í
föstum skorðum og það eru engar byltingarkenndar breytingar
í farvatninu á næstu tveimur árum.
Það sem kom mér mest á óvart í starfi félagsins er hve mikil-
vægur samráðsvettvangur það er ekki síst í samskiptum við
opinbera aðila eins og við lagasetningar og lagabreytingar.
Ef félagið væri ekki til staðar þá væri mjög erfitt að leita álits
stéttarinnar á ýmsum málum sem hið opinbera og aðrir leita
til félagsins með. Félagið gagnast því bæði stéttinni og endur-
skoðunarstofunum með því að gefa álit og vinna að hagsmun-
um þeirra og benda stjórnvöldum á hvaða áhrif ýmislegt sem
stendur til að gera, geti haft á þá, viðskiptalífið og samfélagið.
Formannsstarfinu nú fylgir forsæti í norræna endurskoð-
Ágúst býður nýja löggilta endurskoðendur velkomna í félagið