FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 22
22 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
Því er ekki hægt að draga aðra ályktun en svo að öll félög sem
gera upp samkvæmt íslensku ársreikningalögunum þurfi að
fara eftir IFRS 16. Undirritaður telur það ekki hafa verið mark-
mið alþjóðlega reikningsskilaráðsins með nýja staðlinum að Jói
málningarmeistari á Íslandi skyldi eign- og skuldfæra þriggja
ára rekstrarleigusamning sinn vegna nýju málningarvélarinnar.
bundnir eigin Fjár reikningar
Með breytingum á ársreikningalögunum komu fram mörg til-
felli þar sem félög skyldi binda hluta af óráðstöfuðu eigið fé
sínu, til dæmis þróunarkostnað, við beitingu hlutdeildaraðferð-
ar, óinnleystum hagnaði verðbréfa o.fl. Með þessari breytingu
var verið að mæta þeirri áhættu sem skapaðist hér á árum áður
þar sem óráðstafað eigið fé félaga var mögulega litað af óinn-
leystum hagnaði.
Hugsunin á bakvið þessa útreikninga er jákvæð þar sem verið
er að minnka áhættu lánadrottna á að arðgreiðslur félaga verði
of háar en fyrir reikningsskilagúrúa vöknuðu margar spurning-
ar. Hvernig átti að byrja? Má mynda neikvæða reikninga?
Frádráttarbærni arðs vegna fyrri ára? Er nóg að taka ákvörðun
um arðgreiðslu? Má netta á milli dótturfélaga?
Fyrst um sinn töldu flestir þetta vera einkamál reikningsskilag-
úrúa sem væru fastir í smáatriðum laganna til að selja aukatíma
en þegar félög áttuðu sig á því að með þessum ákvæðum væri
verið að hafa áhrif á arðgreiðslur vaknaði áhugi fleiri aðila.
Sum þessara atriða voru afgreidd óformlega í minnisblaði
Reikningsskilaráðs en mörgum atriðum var velt yfir á túlkun
Ríkisskattsstjóra á arðgreiðsluheimild félaga.
Þar sem ekki hafa verið gefnar út formlegar reglur og túlkanir á
þessum atriðum eru félög í allra versta falli að úthluta ólög-
mætum arði sem eru hörð viðurlög við.
lokaorð
Með þessari grein vildi greinarhöfundur minna okkar góðu
stétt endurskoðenda á þá staðreynd að í hartnær tvö ár hafa
nú verið í gildi lög sem hafa víðtæk áhrif á okkar störf, hvort
sem um er að ræða við aðstoð við uppsetningu ársreikninga
smærri félaga eða endurskoðun á stórfyrirtækjum þar sem við
áritum með faggildingu okkar að veði. Því hljótum við sem
félag að vilja leggja áherslu á að þessi veigamiklu lög verði taf-
arlaust skýrð frekar með reglugerðum, reglum og leiðbeining-
um til þess að stjórnir fyrirtækja landsins hafi haldbærar reglur
við uppsetningu ársreikninga í stað óteljandi minnisblaða þar
sem lögin eru túlkuð á þvers og kruss.
Atli Þór Jóhannsson
Frrá Reikningsskiladegi Jón Arnar Baldurs bar hita og þunga af yfirferð nýrra ársreikningalaga