FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 11
11FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
hefur boðað að hann vilji sjá að framtalsskil verði stytt enn frekar
en hefur hann viljað gera allar breytingar á skilum í góðu sam-
starfi við félagið og kunnum við honum bestu þakkir fyrir gott
samstarf. Þrátt fyrir það er það ljóst að hagsmunir félagsmanna
fara ekki saman við hagsmuni embættisins hvað skiladagsetn-
ingar varðar og því eru menn ekki alltaf sammála.
Á nýliðnu ári settu margir félagsmenn sér innri markmið um að
flýta skilum og skila með jafnari hætti en áður og kom þá tvennt
til, annars vegar margra ára hvatning frá Ríkisskattstjóra um að
gera betur og hins vegar að með nýjum lögum um ársreikninga
er félögum gerð sekt ef þau ekki skila ársreikningi innan tilskilins
tíma. Félagsmenn lögðu margir hverjir mikið á sig til að kalla verk-
efni inn og vinna þau fyrr og var það oft á kostnað sumarfría, auk
ómældrar yfirvinnu og álags. Það er skemmst frá því að segja
að nýjustu tölur frá embættinu sýna að verulegur árangur náðist
með skilin og eru skilatölur mun betri en á fyrra ári. Á fundi með
Ríkisskattstjóra í október síðastliðinn lýsti hann yfir ánægju sinni
með hin bættu skil og á þeim fundi óskuðu fulltrúar félagsins eftir
því að gefin yrðu grið í einhvern tíma um frekari styttingu skila-
frests.
erlent samstarF
Enn einu sinni er minnt á mikilvægi erlends samstarfs fyrir
félagið, þangað er sótt andagift, stuðningur og innsýn í hvernig
framtíðin horfir við, bæði hvað varðar ört vaxandi tækni, áherslur
og þróun mála í löndunum í kringum okkur. Á þessum vettvangi
getur félagið einnig komið eigin sýn á framfæri og haft áhrif. Því
ber einnig að fagna að það hefur komið í hlut nýs formanns FLE
að taka við formennsku Norræna endurskoðendasambandsins
næstu tvö árin.
Við viljum að lokum þakka fráfarandi stjórn og nefndum fyrir
ánægjulegt samstarf og ykkur félagsmenn góðir að hafa tekið
þátt í þeim atburðum sem félagið hefur staðið fyrir á liðnu starfs-
ári.
Margrét Pétursdóttir og Sigurður B. Arnþórsson
Morgunkorn um 4 iðnbyltinguna Stjórnin í janúar 2017: Ágúst, Ljósbrá, Margrét, Sif og Guðni
Russell Guthrie talar á Haustráðstefnu. Erlend samskipti og tengsl
leiða af sér góða erldenda fyrirlesara til landsins
Skúli Eggert ríkisskattstjóri, fastur gestur á Skattadegi FLE