FLE blaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 24
24 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
Franklín og Arnór Eggertsson voru einir í herbergi en við hinir
deildum herbergjum. T.d var Halldór Arason á bak við hurð hjá
Stefáni Franklín en Benóní Torfi Eggertsson deildi svefnher-
bergi með Sigurði Pálma Sigurðssyni þar sem skrifborðin kom-
ust varla fyrir.
Á þeim tíma er við hófum störf réði einnig ríkjum á stofunni
Árni Björnsson mikilsvirtur endurskoðandi og lögmaður en
hann lést fyrir aldur fram á árinu 1978. Hann er nefndur hér til
sögunnar því að hann þótti með afbrigðum góður penni og
kærur hans til skattstjóra voru margar listasmíð. Eitt sinn sendi
hann vísu með kæru til Skattstofunnar í Reykjavík vegna
útstrikunar á ákveðnum gjaldfærðum kostnaði í rekstrarframtali
umbjóðanda hans:
Látin var á leiði manns,
lítil kveðja vinar hans.
Fátæklegur fölur kranz,
sem fór í taugar skattstjórans.
Skattstjóri svaraði kærunni í sömu mynt:
Frekur þykir mér forstjórinn,
er frádrátt vantar á skattinn sinn.
Látinn er kærasti kunninginn,
komin hans minning á reikninginn.
Siggi kom úr Versló, en við hinir komum úr MR, MT og MH
þannig að ekki fór mikið fyrir viðskiptaþekkingu annarra en
Sigga.
Nýliðanámskeiðin fólust í því að læra á mekaníska og háværa
samlagningarvél oftast af Addo-X gerð og æfa sig á henni í
marga daga til að ná upp almennilegum hraða og þar með var
nýliðanámsskeiðinu lokið. Samlagning var málið og vinnan til
að byrja með fólst í því að leggja saman endalausa dálka af
handskrifuðum tölum í dagbókum og höfuðbókum, sem hinir
reyndari tóku við, færðu upp á „balance“ og luku við gerð árs-
reiknings. Sumar- og haustvinna nema fólst í að loka reiknings-
árinu í bókhaldinu með því að tvíundirstrika dálkana í dagbók-
unum og höfuðbókinni og opna nýtt ár í höfuðbókinni með því
að færa undirstrikaða lokatöluna á efnahagsdálkunum sem
opnun neðar á blaðsíðuna í höfuðbókinni. Langan tíma jafnvel
viku gat tekið að loka bókhaldsbókum stórra fyrirtækja og loka
þannig árinu og færa opnunarfærslur fyrir nýtt ár sem í dag
tekur tölvuna aðeins andartak.
Nemarnir voru á jafnaðarkaupi, fengu ekki eftirvinnu borgaða,
hvorki launað sumarfrí né veikindafrí og var almennt bannað að
fara í próf á vorin og urðu þess í stað að taka haustpróf ef þeir
voru í námi. Sumarfríin voru þá gjarnan notuð til próflestrar. Á
þessum tíma þekktist að nemar yrðu að kaupa samlagningar-
vélarnar mikilvægu sjálfir, af því að það var svo stórt tækifæri
að fá að vinna á endurskoðunarskrifstofu að sögn eigendanna.
Ekki var óalgengt að verðið á þessum vélum slagaði upp í mán-
aðarkaup nemans. Á þessum tíma voru nefnilega eigendur
eigendur og nemar nemar.
Upphafsfundir, áhættumat og sviksemisumræða eru ekki nýtt
af nálinni, en var með nokkuð öðru sniði þegar við stigum okkar
fyrstu skref á endurskoðunarskrifstofunni. Þá settist stjórinn
oft niður og fékk sér í glas með forráðamönnum félagsins og
var þá farið vítt og breitt yfir málefni viðskiptavinarins þannig að
eftir þær umræður voru allir hlutir sem máli skiptu við undir-
búning endurskoðunarinnar og þekkingu á viðskiptavininum á
hreinu. Neminn sá svo um að fletta fylgiskjalamöppunum og
krota upphafsstafi sína á skjölin með grænum penna til stað-
festingar á unninni endurskoðunarvinnu.
Úrskurður Skattstjóra
„Balance“ bllöð