FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 7

FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 7
7FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 LÖG NR. 82/2019 UM SKRÁNINGU RAUNVERULEGRA EIGENDA Ákall um aukið gagnsæi í viðskiptum og krafa um upplýst eignarhald hefur verið áberandi á síðustu árum. Aukist hefur verulega samstarf skattyfirvalda milli landa í takt við skuldbindingar stjórnvalda vegna samninga um upplýsingaskipti á sviði skattamála, byggt á samningum OECD og Evrópuráðsins um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum. Markmiðið er að auka gegnsæi og sporna við skattaundanskotum og er m.a. gerð krafa um að skattyfirvöld geti skipst á upplýsingum um hverjir séu raunverulegir eigendur eigna og fjármagns. Innleiðing reglna um skráningu raunverulegra eiganda, með lögum nr. 82/2019, kom því ekki á óvart. Það er þó margt í þeirri heildarumgjörð sem lögin eru hluti af sem mætti gagnrýna, hvort sem er litið er til veru Íslands á hinum svokallaða „gráa lista“ alþjóðlegs vinnuhóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, (e. Financial Action Task Force, FATF) eða skýrleika laganna þegar kemur að framkvæmd. Með lögunum voru innleidd ákvæði 30. og 31. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverkastarfsemi. Með því var m.a. brugðist við athugasemdum fyrrgreinds FATF hóps um aðgerðir hér á landi. Samhliða innleiðingu þessara laga, voru innleiddir aðrir lagabálkar eða breytingar á lagabálkum, þ.m.t. ný lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018, til að tryggja fullnægjandi aðgerðir hér á landi og eftirfylgni með fyrrgreindum skuldbindingum Íslands. SKRÁNINGASKYLDIR AÐILAR OG RAUNVERULEGIR EIGENDUR ÞEIRRA Þannig tóku lög nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda gildi í júlí 2019 og eru þau hluti af aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lögin hafa áhrif á þá lögaðila sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða eru skráðir í fyrirtækjaskrá, þó að undanskildum stofnunum og fyrirtækjum í eigu ríkis og sveitarfélaga og lögaðilum sem eru skráðir á skipulegum markaði skv. skilgreiningu laga um kauphallir. Lögin hafa því afskaplega víðtæk áhrif og snerta stærstan hluta lögaðila á Íslandi. Til frekari skýringar á því hverjir falla undir lögin þarf að líta til ákvæðis laga um fyrirtækjaskrá, en eins og fyrr sagði nær gildissvið skráningarskyldu til þeirra sem skuli skráðir í fyrirtækjaskrá. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, skal fyrirtækjaskrá geyma upplýsingar um aðila sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, félög, samtök og aðila sem hafa með höndum eignaumsýslu, eru skattskyldir eða bera aðrar skattalegar skyldur, erlenda fjárvörslusjóði og sambærilega aðila, ásamt annarri starfsemi sem ríkisskattstjóri sér ástæðu til að skrá í fyrirtækjaskrá. Hér er undanskilið í upptalningunni þeir sem eru nú þegar undanskildir skráningarskyldu vegna raunverulegra eigenda, samanber framangreint. Skráningarskyldan leiðir því til þess að skrá þarf raunverulegt eignarhald þeirra aðila sem undir gildissviðið falla. Eins og gefur að skilja er um allar mögulegar myndir af eignarhaldi að ræða, en skilgreining á raunverulegum eiganda er samkvæmt lögum HVER Á ÞETTA FÉLAG, JÁ EÐA NEI! Þórdís Bjarnadóttir lögfræðingur hjá skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte Til grundvallar raunverulegu eignarhaldi getur því verið beinn eignarhlutur, óbeinn eignarhlutur, aukið atkvæðavægi á grundvelli samninga eða yfirráð með öðrum hætti, sama í hvaða formi þau yfirráð koma

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.