FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 28

FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 28
28 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 Jafnrétti kynjanna: felur í sér að tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna. Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi. Fjölbreytt starfsstétt er öflugri starfsstétt. Þannig þurfum við að stuðla að jafnari kynjahlutföllum í endurskoðun, fjármálum og stjórnunarstöðum félaga. Í mörgum löndum hefur tekist vel að fá konur til starfa í greininni og jafna þar með kynjahlutföll starfsmanna en verr gengur að jafna hlutföllin í stjórnunarstöðum bæði í atvinnulífinu og eins hjá endurskoðunarfyrirtækjunum. Til að mynda skipa konur rúmlega helming allra starfa hjá endurskoðunarfyrirtækjum í Bandaríkjunum en aðeins 21% af meðeigendum félaganna eru konur. Til að ná þessu markmiði þurfa félög að fagna fjölbreytileikanum, einkum hvað varðar kyn, þar sem það hefur í mörgum tilvikum sýnt sig að það hefur skilað sér í skilvirkari og árangursríkari rekstri félaga. Góð atvinna og hagvöxtur: fjallar um að markmið um góða atvinnu og hagvöxt stuðli að viðvarandi sjálfbærum hagvexti, arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Haldið verði við hagvexti á hvern einstakling í samræmi við aðstæður í hverju landi og að minnsta kosti 7% vexti vergrar landsframleiðslu á ári í þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin. Unnið verði að framgangi þróunarmiðaðra stefnumála sem styðja við afkastamikla framleiðslustarfsemi, frumkvöðlastarfsemi, sköpunarmátt og nýsköpun og fjölga mannsæmandi störfum. Lítil og meðalstór fyrirtæki fái meðbyr, meðal annars með aðgengi að fjármálaþjónustu. Hagvöxtur hefur margvísleg áhrif á heimsmarkmiðin og má þar helst nefna minnkun fátæktar. Þetta heimsmarkmið undirstrikar tvö mismunandi en tengd atriði sem krefjast athygli endurskoðenda. Í fyrsta lagi er þörf fyrir að endurskoðendur beiti sérfræðiþekkingu og færni sinni til að hlúa að öflugri og ábyrgari skipulagsheildum. Það getum við gert með því að gera okkar besta til þess að allar ákvarðanir sem eru teknar hjá þeim byggi á áreiðanlegum upplýsingum og að bæði skammtíma og langtíma efnahagslegar, félagslegar og umhverfislegar afleiðingar af ákvörðunum séu teknar með inn í reikninginn. Í öðrum, og víðari skilningi, er framlag stéttarinnar til meiri velmegunar og bættra lífskjara. En áhrif endurskoðenda á betri upplýsingar, skýrslur, mælikvarða og ákvörðunartöku skipulagsheilda eru beintengd bættum lífskjörum, heilsu, vellíðan og velmegun þjóða og þegna þeirra. Nýsköpun og uppbygging: felur í sér að byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun. Eigi síðar en árið 2030 verði innviðir styrktir og atvinnugreinar endurskipulagðar til að gera þær sjálfbærar, nýting auðlinda verði skilvirkari og í auknum mæli innleiði hvert og eitt land tækni og umhverfisvæna verkferla eftir getu. Stuðlað verði að sjálfbærri uppbyggingu innviða í þróunarlöndum með sveigjanleika að viðmiði, auknum fjárhagsstuðningi og tæknilegum stuðningi við Afríkuríki, þróunarlönd sem eru á skemmst á veg komin, landlukt þróunarlönd og þróunarlönd sem eru smáeyríki.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.