FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 31
31FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
INNGANGUR
Á undanförnum árum hefur af og til sprottið fram gagnrýni á
gæði og síðbúin skil ársreikninga íslenskra fyrirtækja. Þrátt fyrir
það hefur lítið verið um rannsóknir eða greiningar á gæðum
íslenskra ársreikninga til að byggja undir umræðuna. Einn hluti
af stærri rannsókn sem ég hef unnið að við Háskólann í
Reykjavík er að fylla aðeins upp í þetta tómarúm og skoða
hversu vel ársreikningar f y lg ja skýr ingarkröfum
ársreikningalaga. Gerðar hafa verið fjölmargar erlendar
rannsóknir á fylgni ársreikninga við skýringarkröfur sem ég hef
haft til hliðsjónar við mína rannsókn. Þessar rannsóknir eiga
það flestar sameiginlegt að kanna hversu vel ársreikningar
skráðra félaga fylgja alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS).
Niðurstöður þeirra rannsókna hafa sýnt að meðaltali 72% -
96% fylgni við skýringarákvæði IFRS í heild sinni eða einstaka
staðla (Glaum and Street, 2003; Popova et al., 2013; Glaum et
al., 2014). Mín rannsókn beinist hins vegar að ársreikningum
óskráðra félaga sem gera ársreikninga í samræmi við
ársreikningalögin. Þrátt fyrir talsverða leit hef ég ekki fundið
sambærilega erlenda rannsókn með áherslu á óskráð félög
sem gera upp í samræmi við staðbundin ársreikningalög. Þetta
er því að ég best veit fyrsta rannsóknin þar sem skoðuð er
fylgni við ársreikningalögin þar sem lítil og meðalstór félög eru
með í úrtakinu. Það verður að teljast nokkuð áhugavert enda
flokkast 99% fyrirtækja á Evrópska efnahagssvæðinu undir
það að vera lítil eða meðalstór.
Í rannsókninni er ekki einungis skoðuð fylgni við skýringarkröfur
heldur einnig tengsl ýmissa þátta við fylgnina. Dæmi um það
eru t.d. hvaða áhrif stærð fyrirtækis, áritunardagur,
endurskoðun, fjárhagsstaða o.s.frv. hefur á fylgni við
skýringarkröfur. Tilgangurinn með rannsókninni er því að varpa
RANNSÓKN Á GÆÐUM
ÍSLENSKRA ÁRSREIKNINGA
ER Í LAGI MEÐ ÞÁ?
Árni Claessen, endurskoðandi hjá KPMG
Full þörf er á að innleiða stafrænt
eftirlitsferli með ársreikningum en eins
og staðan er núna yfirfara starfsmenn
embættisins einungis örlítið brot af þeim
ársreikningum sem skilað er inn