FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 29

FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 29
29FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 Hágæða hagrænir innviðir renna stoðum undir aukin efnahagsumsvif, bæði innan sem utan landamæra þjóða. Þeir eru ein mikilvægasta vogarstöngin sem býðst til að styðja fyrirtæki í að fara í þær fjárfestingar sem knýja sjálfbæran vöxt. Forsendur iðnvæðingar eru nýsköpun og tækniuppbyggingu. Það er því mikilvægt að við séum vakandi fyrir spennandi fjárfestingatækifærum í nýrri tækni og innviðum sem stuðla að sjálfbærri þróun. Starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja eru í lykilstöðu til þess að hafa jákvæð áhrif á nýsköpun og uppbyggingu samfélaga með því að bera kennsl á og meta þessi tækifæri fyrir félög og stofnanir. Ábyrg neysla og framleiðsla: felur í sér að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur. Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni í skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum. Þetta markmið er sérstaklega viðeigandi fyrir stéttina. Innleiðing sjálfbærni í starf og stjórnunarhætti félaga er lykilatriði fyrir þau til að ná mikilvægustu tækifærunum sem bjóðast vegna heimsmarkmiðanna og draga úr áhættu. Félög þurfa að grípa öll þau tækifæri sem bjóðast vegna heimsmarkmiðanna og er besta leiðin til þess að líta á þau sem hluta af grunnstoðum þeirra. Endurskoðendur þurfa því í hefðbundnum störfum sínum að vinna að því að ná sem mestu út úr vinnuferlum og draga úr sóun. Einnig þurfa endurskoðendur að vera vakandi fyrir nýsköpun og tækniþróunum, til að tryggja að þeir styðji við þróun ferla sem eru arðbærir og stuðli þannig beint eða óbeint að Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Aðgerðir í loftslagsmálum: Grípa þarf til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum. Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótun og skipulagi. Menntun verði aukin til að vekja fólk til meðvitundar um hvernig mannauður og stofnanir geta haft áhrif og brugðist við loftslagsbreytingu, þar á meðal með snemmbúnum viðbúnaði og viðvörum. Með markmiðinu er áherslan sett á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ásamt því að lönd efli viðnámsþol og aðlögunargetu sína til að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga. Innri endurskoðendur og aðrir starfsmenn á fjármálasviðum félaga ættu að leggja sitt að mörkum að ná markmiðinu með því að hvetja sín félög til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda á þeirra eigin forsendum og sýna þar með frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu. Þá ber endurskoðendum að stuðla að því að markmið félaga í loftslagsmálum séu skýr, viðráðanleg og að hægt verði að meta árangur og framfarir þeirra með áreiðanlegum hætti. Friður og réttlæti: byggir á því að stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla, tryggja jafnan aðgang að réttarkerfi og koma á fót skilvirkum og ábyrgum stofnunum fyrir alla á öllum stigum. Dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum. Byggðar verði upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum sem hafa gegnsæi að leiðarljósi. Markmið 16 hefur verið skilgreint sem „markmið fólksins”, þar sem fjársvik og spilling hindrar viðskipti, dregur úr samkeppni, beinir auðlindum frá þeim sem þær þurfa, dregur úr fjárfestingu hins opinbera og aftrar erlendri fjárfestingu. Markmið um sjálfbæra þróun eru gagnslaus í umhverfi þar sem spilling og slæmir stjórnarhættir viðhafast. Þannig geta endurskoðendur verið leiðandi ljós

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.