FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 11

FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 11
11FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 4. Áhættumat skal taka mið af áhættumati ríkislögreglustjóra skv. 4. grein laganna. 5. Matið skal uppfært á minnst tveggja ára fresti. 6. Til staðar skulu vera stefna, stýringar og verkferlar, samþykktir af yfirstjórn, til að draga úr og stýra áhættu varðandi peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Að lágmarki skulu slíkir ferlar innifela: a. ákvæði um þróun og uppfærslu stefnu, stýringa og verkferla, þ.m.t. aðferðir við mildun áhættu, áreiðanleikakönnun, tilkynningar um grunsamleg viðskipti, innra eftirlit og tilnefningu ábyrgðarmanns, að teknu tilliti til stærðar og eðlis fyrirtækisins og könnun á hæfi starfsmanna og b. eftir því sem við á og að teknu tilliti til stærðar og eðlis star fseminnar, kröfu um sjálfstæða endu - rskoðunardeild eða sjálfstæða úttektaraðila til að framkvæma úttekt á og prófa innri stefnu, eftirlit og málsmeðferð sem um getur í a-lið. ÁREIÐANLEIKAKÖNNUN Í 8. grein laganna eru talin upp tilvik þar sem áreiðanleikakönnun skal framkvæmd og í 10. grein er fjallað um hvernig staðið skal að henni. Framkvæma skal áreiðanleikakönnun við upphaf viðskiptasambands. Sennilega er það við þær aðstæður sem oftast kemur til áreiðanleikakönnunar hjá endurskoðendum. Gera skal kröfu um að viðskiptavinur sanni á sér deili með framvísun viðurkenndra persónuskilríkja og lögaðilar með upplýsingum úr opinberum skrám eins og fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Önnur tilvik þar sem framkvæma skal áreiðanleikakönnun eru talin upp í 8. greininni og vísast hér til hennar. TILKYNNINGARSKYLDA Um tilkynningarskyldu er fjallað í 21. grein laganna þar sem segir að tilkynningarskyldir aðilar, starfsmenn þeirra og st jórnendur skulu t ímanlega t i lk ynna skr i fstofu fjármálagreininga lögreglu um grunsamleg viðskipti og fjármuni sem grunur leikur á að rekja megi til refsiverðrar háttsemi. Tilkynna skal um grunsamleg viðskipti til skrifstofu fjármálagerninga lögreglu. Í 24. grein laganna segir að tilkynningarskyldur aðili eða starfsmaður hans teljist ekki hafa brotið trúnað gagnvart viðskiptavini með því að veita slíkar upplýsingar í góðri trú. Ákvæðið gengur þannig framar ákvæðum annarra laga varðandi þagnarskyldu eins og trúnaðarákvæðum laga um endurskoðendur. AÐRAR SKYLDUR Endurskoðendur bera ábyrgð á að starfsmenn þeirra hljóti sérstaka þjálfun í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og öðlist viðeigandi þekkingu á ákvæðum þessara laga og reglugerðum og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra. Þá bera tilkynningarskyldir aðilar ábyrgð á því að ákvæðum laganna sé framfylgt. Þeim er skylt að tilnefna einn úr hópi stjórnenda sem sérstakan ábyrgðarmann sem að jafnaði annast tilkynningar í samræmi við 21. gr. laganna. Jafnframt eru endurskoðendur skráningarskyldir hjá ríkisskattstjóra vegna laganna. Tilkynningarskyldir aðilar skulu búa yfir kerfi sem gerir þeim kleift að bregðast skjótt við fyrirspurnum frá skrifstofu fjármálagreininga lögreglu eða öðrum lögbærum stjórnvöldum hvort sem upplýsingarnar varða tiltekna aðila eða tiltekin viðskipti. Tryggja skal að miðlun trúnaðarupplýsinga sé framkvæmd með öruggum hætti (30. gr.). EFTIRLIT OG VIÐURLÖG Í tilviki endurskoðenda fer ríkisskattstjóri með eftirlit. Í tengslum við eftirlit og athuganir mála er aðilum skylt að láta eftirlitsaðilum án tafar í té allar þær upplýsingar og gögn sem þeir telja nauðsynleg. Um þvingunarúrræði og viðurlög er fjallað í 12. kafla laganna. Eftirlitsaðilar hafa heimildir til beitinga dagsekta og stjórnvaldssekta vegna brota á lögunum og eins hafa þeir heimild til að víkja stjórn tilkynningaskylds aðila frá í heild eða hluta vegna brota á lögunum. FREKARA EFNI Þann 19. september 2019 hélt Eiríkur Ragnarsson frá ríkisskattstjóra námskeið um nýju löggjöfina. Glærur frá námskeiðinu eru aðgengilegar á innri vef FLE www.fle.is Vefur RSK um peningaþvætti: https://www.rsk.is/fagadilar/peningathvaetti/ Vefur FATF um áhættumat fyrir endurskoðunarstéttina: https://www.fatf-gafi.org/publications/fatfrecommendations/ documents/rba-accounting-profession.html Listar Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins yfir þvingunaraðgerðir: https://www.un.org/sc/suborg/en/sanctions/information https://sanctionsmap.eu/#/main Kjartan Arnfinnsson

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.