FLE blaðið - 01.01.2020, Síða 24
24 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020
árlegt námskeið fyrir Gæðaeftirlitsmenn. Mikill tími fer í yfirferð
á eftirlitsskýrslum í október og nóvember ár hvert þar sem
leitast er við að gæta samræmis í niðurstöðu eftirlitsmanna og
að niðurstöður séu nægjanlega rökstuddar. Að því loknu er
skýrslum skilað til Endurskoðendaráðs til endanlegrar
afgreiðslu. Nú liggur fyrir að í ljósi nýrra laga að hlutverk
þessarar nefndar mun taka breytingum. Hvað út úr því kemur
er ekki vitað en alla vega er ljóst að Gæðanefnd félagsins getur
sinnt mun betur og í ríkara mæli gæðamálum almennt fyrir sína
félagsmenn þegar félagið er laust við þau lagaákvæði sem gilt
hafa síðastliðin tíu ár.
Reikningsskilanefndinni ber að fylgjast með þróun
reikningsskilamála almennt og gæta hagsmuna okkar er kemur
að reikningsskilum. Nefndin átti til dæmis fundi með
Reikningsskilaráði þar sem til umræðu voru hin ýmsu
reikningsskilamálefni og jafnframt átti nefndin fundi með
Ársreikningaskrá RSK þar sem kynnt voru helstu áhersluatriði
vegna eftirlits með ársreikningum 2018. Skattanefndin kom að
skipulagningu ýmissa námskeiða sem og hins árlega
Skattadags. Aðal verkefni nefndarinnar var þó þátttaka í
umræðum hjá RSK varðandi framtalsskil og mögulegar
breytingar á framtölum og skilafrestum.
FRAMTÍÐ FLE
Eins og okkur er öllum kunnugt þá tóku ný lög um
endurskoðendur gildi í ársbyrjun 2020, sem munu hafa áhrif á
störf okkar sem og á félagið sjálft. Aðdragandinn hefur verið
nokkuð langur og hefur verið fjallað um þessar breytingar á
vettvangi félagsins. Stjórn félagsins ákvað því lok ársins 2018
að setja á laggirnar vinnuhóp sem endurspeglaði eins og kostur
er samsetningu félagsmanna FLE í þeim tilgangi að horfa til
framtíðar hvað varðar félagið sjálft út frá nýjum lögum.
Hópurinn skilaði af sér skýrslu síðastliðið haust sem verður
leiðarljós fyrir stjórn félagsins inn í nýtt ár.
Það er ljóst að miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi
endurskoðenda síðastliðinn áratug og jafnvel enn meiri
framundan. Þetta hefur eðli málsins samkvæmt haft breytingar
í för með sér hér á landi hvað varðar landslag
endurskoðunarfyrirtækja á þann veg að fyrirtæki með
starfsmannafjölda á bilinu 10-30 hefur fjölgað verulega þannig
að fleiri endurskoðunarfyrirtæki eiga möguleika á að taka að
sér stærri og flóknari verkefni er var fyrir 15-20 árum. Þessi
þróun samfara nýjum lögum gerir það að verkum að þarfir
félagsmanna fyrir þjónustu, endurmenntun og hagsmunagæslu
í víðum skilningi af hálfu FLE eru mjög mismunandi. Félagið
mun því áfram leitast við að hafa þessi atriði að leiðarljósi í
starfsemi sinni.
Síðast liðinn áratug hefur mikið verið kallað eftir trausti og hafa
opinberir aðilar, fyrirtæki og sérfræðistéttir eins og
endurskoðendur ekki farið varhluta af því að traust almennings
sem og framangreindra aðila innbyrðis hefur minnkað. Það er
því afar mikilvægt að við endurskoðendur sínum ákveðna
samstöðu og því gegnir FLE ákveðnu lykil- og ábyrgðarhlutverki
þar sem ætlast er til að það komi fram fyrir hönd heillrar stéttar.
Í krafti samstöðu er sameiginlegum hagsmunum okkar best
borgið. Við getum nefnilega öll verið sammála um það að
traust er algert lykilatriði í okkar störfum, traust frá almenningi,
fyrirtækjum og hinu opinbera.
Stór og mikilvægur þáttur í störfum okkar er að draga ályktun
sem þarf að vera grundvölluð á áreiðanleika gagna og þeirra
aðferða sem við beitum til að komast að ákveðinni niðurstöðu.
Hvað sem líður aukinni tæknivæðingu með tilkomu
Frá afhendingu styrkja Náms- og Rannsóknarsjóðs FLE.