FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 27

FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 27
27FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 þannig að þeir geti með áreiðanlegum hætti lagt mat á „þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál“2. Ófjárhagslegar upplýsingar eru sagðar gefa betri mynd af rekstri félags til lengri tíma heldur en einungis fjárhagslegar upplýsingar. Félög hafa því gefið út samþættar skýrslur sem gefa fjárfestum og öðrum hagsmunaaðilum skýrari heildarmynd af félaginu og horfum þess. Árið 2015 voru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. Sustainable Development Goals) samþykkt af aðildarríkjum samtakanna. Heimsmarkmiðin tóku yfir hlutverk þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru um síðustu aldarmót og höfðu það markmið að stuðla að betri heimi fyrir alla. þúsaldarmarkmiðin voru átta talsins og beindust aðeins að þróunarríkjum heimsins, en með Heimsmarkmiðunum hefur markmiðunum verið fjölgað og gilda þau nú fyrir öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sem hafa skuldbundið sig til að innleiða þau og vinna markvisst að þeim, bæði í sínum heimaríkjum sem og í öðrum löndum. Heimsmarkmiðin eru 17 en innan þeirra eru 169 undirmarkmið. Markmiðin gilda til ársins 2030. Heimsmarkmiðin geta verið notuð sem öflugt og leiðbeinandi verkfæri til að taka á félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum málum sem hafa verið í brennidepli undanfarin misseri. Í kjölfar þess að heimsmarkmiðin voru samþykkt hélt IFAC tvær vinnustofur árið 2016. Á vinnu- stofunum komu aðilar úr stéttinni, úr atvinnulífinu og aðilar frá Sameinuðu þjóðunum saman og ræddu um hvernig endurskoðendur um allan heim gætu sýnt samfélagslega ábyrgð og þannig tryggt árangur heimsmarkmiðanna. Ennfremur mikilvægi þess að endurskoðendur þekki sína vegferð í að miðla upplýsingum til viðskiptavina um hlutverk þeirra svo hægt sé að ná þeim. Komust þátttakendur að niðurstöðu um þau heimsmarkmið þar sem endurskoðendur í opinbera- og einkageiranum hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Bæði hvað varðar sjálfbærni í eigin rekstri og einnig fyrir almannahagsmuni. Í kjölfarið gaf IFAC út niðurstöðurnar í útgáfu sem ber heitið The 2030 agenda for sustainable development: a snapshot of the accountancy profession´s contribution. Þessi grein byggir á þeirri útgáfu en hún er aðgengileg í heild sinni á vef IFAC. Verkefnið að stuðla að sjálfbærni í samfélaginu er risastórt en umfjöllun IFAC var bara ætlað að vera fyrsta skrefið í ferðalaginu framundan. Eftirfarandi eru þau 8 markmið og 19 undirmarkmið sem IFAC hefur tilgreint sem þau atriði sem við sem stétt höfum einna helst hlutverki að gegna3. Menntun fyrir alla: felur í sér að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla. Eigi síðar en árið 2030 verði öllum konum og körlum tryggður jafn aðgangur að góðu tækni-, starfs- og framhaldsnámi, þar á meðal á háskólastigi, á viðráðanlegu verði. Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilningi. Ljóst er að viðeigandi og sanngjörn menntun á viðráðanlegu verði er mikilvægur þáttur í að binda enda á fátækt og stuðla að hagvexti í samfélögum. Leggja þarf sérstaka áherslu á að endurskoðendur viðhaldi faglegri þekkingu sinni og hæfni með markvissri og skilvirkri endurmenntun sem endurspeglar þá þætti sem nefndir voru hér fyrir ofan. Það er mikilvægt fyrir stéttina að finna nýjar leiðir til að vekja áhuga einstaklinga á faginu og að tekin verði mikilvæg skref í að fjarlæga þær fyrirstöður sem leiða til ójafnra kynjahlutfalla í stéttinni. 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006003.html 3. The 2030 agenda for sustainable development: a snapshot of the accountancy profession‘s contribution

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.