FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 12
12 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020
LAGABREYTING
Með lögum nr. 111/2019 voru breytingar gerðar á
ákvæðum um skattlagningu höfundaréttargreiðslna.
Annars vegar var við 3. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003, um
tekjuskatt, aukið svohljóðandi nýjum 4. málslið:
„Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. A-liðar 7. gr. skulu greiðslur
til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa
vegna síðari afnota eftir að verk skv. 1. gr. höfundalaga,
nr. 73/1972, hefur verið gert aðgengilegt almenningi,
birt eða gefið út, sbr. 2. og 3. gr. sömu laga, teljast til
fjármagnstekna án nokkurs frádráttar.“
Hins vegar var við lög nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts
á fjármagnstekjur, aukið svohljóðandi nýrri 21. gr. a ásamt
fyrirsögn:
„Greiðslur til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem
rétthafa.
Ákvæði laga þessara, svo sem um skilaskylda aðila, afdrátt
staðgreiðslu og skilaskyldu staðgreiðslu, gilda um greiðslur
til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa vegna
síðari afnota eftir að verk skv. 1. gr. höfundalaga, nr.
73/1972, hefur verið gert aðgengilegt almenningi, birt eða
gefið út, sbr. 2. og 3. gr. sömu laga, sbr. 4. málsl. 3. mgr.
66. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.“
SKATTLAGNING TEKNA AF
HÖFUNDARRÉTTINDUM
Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG
Nýju ákvæðin hrófla ekki við skattskyldu
höfundatekna, þær munu eftir sem áður
vera skattskyldar. Nýju ákvæðin breyta því
hins vegar hvernig sumar, en ekki allar,
höfundatekjur skuli flokkaðar og skattlagðar
Breytingar þessar öðluðust gildi við upphaf árs 2020 og koma
til framkvæmda við staðgreiðslu skatts á árinu 2020 og við
álagningu opinberra gjalda á árinu 2021. Í eftirfarandi umfjöllun
eru þessi ákvæði laga nr. 111/2019 nefnd nýju ákvæðin.
Á grundvelli heimildar í 1. mgr. 121. gr. laga nr. 90/2003 setti
fjármála- og efnahagsráðherra reglugerð nr. 1245/2019 um
skattlagningu tekna af höfundarréttindum, sem gildi tók 1.
janúar 2020. Hér eftir í umfjöllun þessari er sú reglugerð nefnd
nýja reglugerðin.
BREYTT SKATTLAGNING
Um langan aldur hefur talist til skattskyldra tekna endurgjald til
höfunda og rétthafa fyrir hvers konar hugverk, bókmenntir og
listir eða listaverk, hvort sem um er að ræða afnot eða sölu,
svo vísað sé til orðalags 3. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003
um tekjuskatt. Slíkar tekjur eru hér eftir í umfjöllun þessari
nefndar höfundatekjur.
Nýju ákvæðin hrófla ekki við skattskyldu höfundatekna, þær
munu eftir sem áður vera skattskyldar. Nýju ákvæðin breyta
því hins vegar hvernig sumar, en ekki allar, höfundatekjur skuli
flokkaðar og skattlagðar. Breytingarnar taka aðeins til tekna
manna en ekki tekna lögaðila.