FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 19
19FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020
TILMÆLI
Nefndin telur að óvissa sé um lagalegt gildi alþjóðlegra
endurskoðunarstaðla og því nauðsynlegt að efnahags- og
viðskiptaráðuneyti kanni hvort þeir hafi verið innleiddir með
fullnægjandi hætti. Ástæða þessarar óvissu snýr einkum að
þýðingu, skuldbindingargildi og formlegri birtingu staðlanna“.
Það er skemmst frá að segja, að umrædd könnun var aldrei
framkvæmd.
Þann 1. janúar 2009 gengu í gildi ný lög um endurskoðendur á
Íslandi – nánar tiltekið lög nr. 79/2008. Undirbúningur laganna
hafði staðið yfir um nokkuð langt skeið og því hefur verið haldið
fram, að þess hafi verið vandlega gætt að enginn úr hópi einyrkja
í endurskoðun kæmi að undirbúningnum, enda kom á daginn
að eftir setningu laganna virtist sem þeim hópi væri nánast gert
ókleift að sinna sínu fagi – upp skyldi taka samstundis alþjóðlega
endurskoðunarstaðla sem kölluðu á háskólanám í 4-5 ár. Engin
„sólarlagsákvæði“ virtust vera fyrir eldri endurskoðendur. Við
nánari skoðun reyndist þó eftirfarandi að finna í 9. gr. laganna:
„Endurskoðandi skal rækja störf sín í samræmi við alþjóðlega
endurskoðunarstaðla og alþjóðlega staðla um gæðaeftirlit sem
teknir hafa verið upp í íslenskan rétt, sbr. 31. gr.“ Síðan kemur í
bráðabirgðaákvæði II: „Þar til alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar
hafa verið teknir upp í íslenskan rétt, skal endurskoðun skv.
9. gr. fara eftir góðri endurskoðunarvenju“. Varla hefði þetta
ákvæði verið sett inn nema eitthvað væri óklárt í grundvelli að
framkvæmd laganna.
Deila þessi hefur frá upphafi, í grunninn, snúist
um óvissu um lagalegt gildi hinna alþjóðlegu
endurskoðunarstaðla á Íslandi
GILDI ALÞJÓÐLEGRA
ENDURSKOÐUNARSTAÐLA Á ÍSLANDI
FRÁSÖGN AF DEILU VIÐ ENDURSKOÐENDARÁÐ
Guðmundur Jóelsson var löggiltur endurskoðandi
frá 1975 til 2019 en er nú hættur störfum
Þann 31. ágúst 2010 skipaði viðskiptaráðherra nefnd, sem starfaði undir forystu Sigurðar Þórðarsonar fv. ríkisendurskoðanda.
Í skipunarbréfi nefndarinnar var henni m.a. falið að fara heildstætt yfir lög og reglur sem gilda um endurskoðendur, skoða
lagaumhverfi í helstu nágrannaríkjum, skoða hvað hefði mátt betur fara í aðdraganda hruns viðskiptabankanna varðandi atriði sem
lúta að endurskoðendum omfl. Nefndin skilaði af sér viðamikilli 60 bls. skýrslu í janúar 2011. Í kafla 4.1.2. um endurskoðunarstaðla
á bls. 18 er m.a. eftirfarandi að finna:
„Þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði í lögum um að í góðri endurskoðunarvenju felist að endurskoðað sé í samræmi við alþjóðlega
endurskoðunarstaðla, þá hafa staðlarnir hvorki verið þýddir né formlega samþykktir af Félagi löggiltra endurskoðenda sem
íslenskir endurskoðunarstaðlar. Spurningar hafa vaknað um hvort ekki sé nauðsynlegt, til þess að tryggja beitingu íþyngjandi
viðurlaga vegna brota á stöðlum, að gefa þá út í formi stjórnvaldsfyrirmæla sem birt væru lögum samkvæmt.