FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 33
33FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020
Í töflu 3 má finna niðurstöður fyrir fylgni við einstaka kafla
ársreikningalaganna hjá félögum í úrtakinu. Fylgnin var lökust
við skýringarkröfur um tengda aðila (48%), eignarhluti í öðrum
félögum (51%) og lán, veðsetningar og aðrar skuldbindingar
(52%).
LOKAORÐ
Eins og fram kemur í inngangi þá hef ég ekki fundið
sambærilega erlenda rannsókn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
til að nota við samanburð á niðurstöðum þessarar rannsóknar.
Fylgni stærri félaga við skýringarkröfurnar (84%) er þó nokkuð
í samræmi við erlendar rannsóknir sem hafa sýnt að meðaltali
72%-94% fylgni skráðra félaga við IFRS. Það er þó ljóst að lítil
fylgni smárra félaga (63%) og óendurskoðaðra félaga (59%) við
skýringarkröfur ársreikningalaganna sýna að þar eru umtalsverð
tækifæri til úrbóta.
Lítil fylgni smærri félaganna ætti þó ekki alveg að koma á óvart
enda þau félög almennt í eigu fárra hluthafa og ekki krafa frá
fjárfestum eða markaðsaðilum varðandi upplýsingagjöf í
ársreikningum. Hluthafar og lánveitendur þessara félaga hafa
flestir greiðan aðgang að innanhúss upplýsingum og
stjórnendur virðast því að mestu halda sig við
lágmarksupplýs ingagjöf í ársre ikningum t .d . af
samkeppnissjónarmiðum. Það eru hins vegar aðrir mikilvægir
notendur ársreikninga sem reiða sig á upplýsingar í
ársreikningum svo sem birgjar, viðskiptavinir, samkeppnisaðilar,
skattayfirvöld o.s.frv.
Gegnsæi í ársreikningum er mikilvægt og það eru hagsmunir
okkar allra að tryggja sem best að skýringarkröfum
ársreikningalaganna sé fullnægt. Þá vekja þessar niðurstöður
upp spurningar um hvort ekki sé þörf á að efla enn frekar eftirlit
ársreikningaskrár sem hefur takmörkuð úrræði til að hafa eftirlit
með þeim u.þ.b. 40 þús. ársreikningum sem skilað er á hverju
ári.
Full þörf er á að innleiða stafrænt eftirlitsferli með
ársreikningum en eins og staðan er núna yfirfara starfsmenn
embættisins einungis örlítið brot af þeim ársreikningum sem
skilað er inn. Það er þó ánægjulegt að sjá vísbendingar um að
fylgni og gegnsæi í íslenskum ársreikningum sé að aukast. En
betur má ef duga skal og mikilvægt er að við endurskoðendur
leggjum okkar af mörkum með ítarlegri og vandaðri yfirferð yfir
ársreikninga áður en þeim er skilað til ársreikningaskrár.
Árni Claessen
Tafla 3 Sundurliðun á fylgni við einstaka kafla
Fjöldi
atriða Fylgni
1. Upplýsingar í skýrslu stjórnar 9 74
2. Fastafjármunir og veltufjármunir 8 90
3. Eignarhlutir í öðrum félögum 2 51
4. Eigið fé og eigin hlutir 2 98
5. Lán, veðsetningar og aðrar skuldbindingar 3 52
6. Tekjuskattur 3 85
7. Tengdir aðilar 3 48
8. Samstæðureikningsskil 5 83
9. Laun 3 76
10. Sjóðstreymisyfirlit 5 81
11. Önnur atriði 1 100
HEIMILDASKRÁ
Glaum, M., & Street, D. L. (2003). Compliance with the disclosure requirements of Germany’s new market: IAS versus US GAAP. Journal
of International Financial Management & Accounting, 14(1), 64-100.
Popova, T. T., Georgakopoulos, G., Sotiropoulos, I., & Vasileiou, K. Z. (2013). Mandatory disclosure and its impact on the company value.
International business research, 6(5), 1
Glaum, M., Schmidt, P., Street, D. L., & Vogel, S. (2014). Compliance with IFRS 3-and IAS 36-required disclosures across 17 European
countries: company-and country-level determinants. Accounting and business research, 43(3), 163-204.
Rakel Ingvarsdóttir (2019). Gæði upplýsinga í ársreikningum íslenskra fyrirtækja. BS Ritgerð við Háskólann í Reykjavík.