FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 22

FLE blaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 22
22 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 ÞAÐ HELSTA Í STARFSEMI FLE Sigurður B. Arnþórsson er framkvæmdastjóri FLE Það er ljóst að miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi endurskoðenda síðastliðinn áratug og jafnvel enn meiri framundan VIÐBURÐIR Félagið stóð fyrir samtals 18 viðburðum á starfsárinu sem gáfu 46 endurmenntunareiningar. Árið á undan stóð félagið fyrir 19 atriðum sem gáfu 49 einingar. Heildarmætingin á liðnu starfsári var um 1170 samanborið við tæplega 1200 árið áður og má því segja að starfsárin séu nánast sambærileg. Til fróðleiks kemur hér nánari greining yfir helstu atburði á liðnu starfsári. Haldin voru fjögur morgunkorn á vettvangi félagsins. Þar var þó nokkur fjölgun á mætingu, eða um 23%. Þau korn sem vöktu mestan áhuga voru umfjöllun Stefáns Svavarssonar um meðferð hlutafjár og eigin bréfa í reikningsskilum sem og morgunkorn þar sem nýlega skipað Reikningsskilaráð fjallaði um þau mál sem það hefur verið með til umfjöllunar. Félagið stóð að venju fyrir fjórum ráðstefnum og var heildarmætingin um 570 samanborið við 630 gesti árið áður. Það sem var þó óvenjulegt við ráðstefnuhald á liðnu starfsári var að í september 2018 var haldið til Brussel og féllu því bæði niður árlegur Reikningsskiladagur sem og námskeið daginn áður. Mörg fræðandi og áhugaverð erindi voru flutt á þessum ráðstefnum sem verða ekki tíunduð hér en þó má sérstaklega nefna erindi frá Endurskoðendadeginum, stuttmynd og framsögu Martin Manuzi frá breska endurskoðendasambandinu sem fjallaði um siðferðileg álitaefni og heilindi í störfum endurskoðenda. Vakti myndbandið verðskuldaða athygli og mátti sjá á salnum að ýmsir höfðu upplifað sig í sambærilegum sporum. Eitthvað skemmtilegt í gangi.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.