Harmonikublaðið - 15.09.2020, Síða 7
frá 1982 og alveg þar til ég
til Akureyrar 1987. Það var landsmót á
sumarið 1987 og þá spilaði ég
með Harmonikufélagi Reykjavíkur en eftir
það gekk ég í félagið hérna og hef spilað með
stórsveit FHUE frá 1987 þar til fyrir ári síðan,
mest í fyrstu og annarri rödd en annars í öllum
röddum. Svo spiluðum við Flosi Sigurðsson
mikið saman, oft með Rafni Sveinssyni og
öðrum meðleikurum. Og ekki má gleyma
kvintett FHUE sem lengi spilaði saman og
oftast þá meira klassíska tónlist. I honum voru
lengst af auk mín bæði Flosi, Einar
Guðmundsson, Guðni Friðriksson og
Sigurður Indriðason. Með FHUE spilaði ég
bæði á tónleikum og dansleikjum og tók þátt
í landsmótum. Eina landsmótið sem ég hef
ekki farið á, var landsmótið á Isafirði 2017,
annars hef ég farið á þau öll frá því ég gekk í
harmonikufélag.
Spilað úti í náttúrunni í Hamarsdal í Hamarsfirði
Hvenær eignaðist þú fyrstu harmonikuna?
Eg byrjaði að spila í þessum ferðum í kringum
1980 og það er þá um 1982 sem ég fæ mér
mína fyrstu harmoniku. Hún var rauð og
áberandi lituð, hún var tékknesk, ekki
merkilegt hljóðfæri en nothæf. Svo ég fór með
hana í ferðir og spilaði á kvöldvökum í
Þórsmörk, bæði fyrir dansi og fjöldasöng. Var
ég stundum einn að spila og stundum með
fleirum. Núna á ég Borsini nikku, sem ég
keypti fljótlega á eftir rauðu harmonikunni,
ég átti eina mjög stutt þarna á milli en keypti
þessa mjög lítið notaða af einhverjum sem
fannst hún of þykk og fyrirferðamikil enda er
Getur þú sagt í stuttu máli ffá starfi þínu
með harmonikufélögunum?
Ég fór og fékk tilsögn með vinstri hendina, til
að komast upp á lag með hana, bæði hjá Emil
vini mínum og hjá Karli Jónatanssyni. I
framhaldinu gekk ég í Harmonikufélag
Reykjavíkur sem Karl Jónatansson stýrði og
lék með hljómsveitinni þar, eina félagið á þeim
tíma sem var með fullt af konum að spila.
Hann var að kenna svo mörgum sem hann
fékk til að koma og spila með félaginu. Eg var
hún fimm kóra. Hún hefur hentað mér vel og
hana hef ég átt síðan.
Hefúr þú samið mikið af lögum?
Nei, það má segja að það sé ekki neitt, tvö,
þrjú lög kannske. Atti eitt landsmótslag en
annars hef ég ekki gert neitt af þessu og aldrei
fundið mikla þörf fyrir að semja, en það er
kannske vitleysa, maður hefði kannski átt að
gera meira af því. Eg samdi bara ef það vantaði
lög fyrir eitthvert tilefni.
Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur 1987, Hörður er annar frá vinstri ífremstu röð
Hvaða tegund tónfistar fínnst þér
skemmtilegast að spila?
Það er erfitt að svara því, ég hef alltaf verið
veikur fyrir danstónlist, hafði alltaf gaman af
að dansa sjálfur og dansaði mikið, svo það
væri kannski númer eitt en annars spila ég
hvað sem er. Eg hef líka spilað mikið klassíska
tónlist og í gegnum tíðina hlustað mikið á
klassíska tónlist. En danstónlistina hef ég
iðkað meira en aðra.
Nú átt þú tilkomumikið nótnasafn sem
félagar FHUE hafa fengið að leita í, hvernig
kom það safn til?
Nótnasafnið kom eiginlega af sjálfu sér, það
er ekki svo að maður geti lært lög án þess að
hafa nótur fyrst. Það gefur manni líka færi á
að bæta við mörgum lögum og læra ný sem
maður þekkir ekki. Eg var alltaf að fá mér
nótur til að læra ný lög, stundum keypti ég
þær á ferðalögum og í seinni tíð í gegnum
netið.
Hvernig heldur þú að ffamtíðin verði hjá
harmonikufélögum landsins?
Framtíðin, hún getur verið björt. Ef við
komumst yfir þessa skrítnu tíma, þá held ég
að hún verði björt.
Við látum þetta verða lokaorðin hjá Herði og
þökkum honum kærlega fyrir að gefa sér tíma
til að segja frá sínum harmonikuhögum.
AHJ
Stórsveit FHUE vorið 2019, Hörður er þriðji frá hagri í miðröð
7