Harmonikublaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 19
Jóhann Hólm Ríkarðsson
f. 8. ágúst 1964 - d. 12. júní 2020
Undir Dalanna sól þegar sólargangurinn
er hvað lengstur og sumarið farið að brosa
við sveitinni okkar, kvaddi okkur góður
vinur og félagi, Jóhann Hólm Ríkarðsson,
hann Jói trommuleikarinn okkar. Jói ólst
upp í Gröf í Laxárdal í Dalasýslu, tók
ungur við sauðfjárbúi foreldra sinna og
bjó þar allt sitt líf. Hann undi sáttur við
sitt í sveitinni, mikill fjölskyldumaður og
góður bóndi. Varð t.d. Islandsmeistari í
rúningi árið 2012 og það er ekki heiglum
hent. A grunnskólaárunum var hann á
kafi í tónlist og spilaði í skólahljómsveitum
á trommur. Þegar fjölskyldan stækkaði
var trommusettið sett á hliðarlínuna en
aldrei langt undan. Þeir feðgar höfðu
smáaðstöðu til að spila í geymsluskúr niðri
við þjóðveginn. Svo var það einn daginn
að Rikki trommari Nikkólínu og faðir Jóa
ákvað að nú væri hann orðinn heldur
gamall til að spila heilu böllin. Nefndi við
okkur Nikkólínufélaga hvort það væri
ekki upplagt að strákurinn tæki við. Það
varð úr og við fengum þennan úrvals
trommuleikara til liðs við okkur. Þeir
spiluðu nú saman heilu böllin feðgarnir,
Jói við trommurnar og Rikki á saxófón,
bongótrommur og alls konar ásláttar-
hljóðfæri. Þetta var góður tími en alltof
stuttur. Fyrir einu og hálfu ári síðan
greindist Jói með ólæknandi sjúkdóm og
nú er vegferðinni lokið eftir hetjulega
baráttu.
Við þökkum fyrir skemmtilegar samveru-
stundir, frábæra spilamennsku og góða
viðkynningu.
Laxárdalur, lítið blóm,
lát mig hvílast viðþinn barm,
látþinn sœla svanahljóm
signa gleði mína og harm,
yfir lífs míns leyndardóm
leggðu blíttþinn mjúka arm.
Laxárdalur, lítið blóm,
lát mig hvílast viðþinn barm.
(Jóhannes úr Kötlum)
Við sendum innilegar samúðarkveðjur til
Jónínu og fjölskyldunnar.
Kveðja frá Nikkólínufélögum
Höfúm tekið að okkur umboð fyrir þessi vönduðu hljóðfæri.
Nú geta allir valið draumaharmonikuna sína.
veiia:
Hildur Petra s: 888-0550 og Jónas Pétur s: 897-2747
harmonikan@harmonikan.is
Hildur Petra og Jónas Pétur á facebook
V___________________________________________________________________
J
19