Harmonikublaðið - 15.09.2020, Side 24
Frettir ur
orginni
Félagar úr FHUR d harmonikuhátíðinni í Arbœjarsajhi
Guðmundur Samúelsson og Grétar Geirsson komnir á safn
Nýtt starfsár hófst með aðalfundi FHUR 26.
maí 2020 í sal Þjóðdansafélags Reykjavíkur.
Þá var kjörin ný stjórn og var fráfarandi stjórn
að mestu leyti endurkjörin. Fráfarandi
stjórnarmönnum var þakkað fyrir vel unnin
störf og ný stjórn boðin velkomin til starfa.
Stjórnina skipa: Elísabet H Einarsdóttir
formaður, Gyða Guðmundsdóttir
varaformaður, G. Helgi Jensson gjaldkeri,
Gunnar Gröndal ritari, Harpa Agústsdóttir
meðstjórnandi og varamenn eru Bjarni
Gunnarsson og Ulfhildur Grímsdóttir.
Skemmtinefndin var endurkjörin líka með
Friðjón formann hennar og auk hans eru
Erlingur Helgason, Guðrún Erla
Aðalsteinsdóttir, Kristinn hennar Lísu, Páll
Elíasson og Sigurður Harðarson.
Um miðjan júlí var haldin Harmonikuhátíð
í Árbæjarsafni og var formaður beðinn um að
útvega harmonikuleikara. Harmonikuhátíðin
var stofnuð af Karli Jónatanssyni harmoniku-
leikara og kennara og er hún nú haldin af
sonum hans, Inga og Jónatani, í minningu
föður þeirra. Við fengum Reyni Jónasson,
Sigvalda Fjeldsted og Odd frænda hans, Þorleif
Finnsson og Pál Elíasson og hljómsveitina
„Urkoma í grennd“ til að koma fram fyrir
hönd FHUR. Auk þessara voru félagarnir
Guðmundur Samúelsson og Grétar Geirsson,
einnig tvær hljómsveitir frá Harmonikufélagi
Reykjavíkur og ein frá Suðurnesjamönnum.
Stjórnin hélt fund í júlí og var aðalfundarefnið
hátíðin að Borg um verslunarmannahelgina.
Við höfðum þegar greitt staðfestingargjald
fyrir félagsheimilið á Borg. Þá var líka farið
yfir styrkveitingar, harmonikukaup til
tónlistarskóla og stuðning FHUR til
ungmenna frá upphafi félagsstarfs. Annar
fundur stjórnar var á Borg og þá varð ljóst að
af hátíðinni gæti ekki orðið þetta árið vegna
kóvítunnar. Engu að síður skemmtu menn sér
saman við harmonikuleik og söng og ljúfa
samveru. Við Gyða og Pétur Bjarna fórum í
heimsókn á Sólheima og glöddum marga bæði
gesti og heimilismenn. Verslunarmannahelgin
flaug hjá og allir fóru kátir heim.
Friðjón var beðinn um að útvega harmoniku-
leikara aðra helgina í ágúst til að spila fyrir
brekkusöng og balli á Hótel Flatey á
Breiðafirði. Hann sendi boltann á formanninn
sem ákvað að taka þetta að sér. Við
Harmonikufrænkurnar (Elísabet og Gyða)
spiluðum þar á föstudag í hótelinu hjá
Elínborgu hótelstýru og líka á laugardagskvöld.
Fólkið virtist helst vilja syngja en börnin fengu
skemmtilega syrpu og nutu þess fram í
fingurgóma að dansa. Gyða heyrði á tal fólks
sem var að velta þessum konum fyrir sér og
hótelstýran sagði að þær væru í Harmoniku-
hljómsveit Islands. Við fórum í góðan
göngutúr um eyjuna á laugardagsmorgni og
hann hékk þurr þann tíma. Það var Ijúft og
gott að gista á Hótel Flatey og maturinn
einstaklega ljúffengur og ferskur.
Nokkrir félagar hafa verið duglegir að
heimsækja tjaldsvæðið að Borg í Grímsnesi og
PdllElíasson ogÞórleijur Finnsson íleitað rétta tóninum
í Dillonshúsi
þar hefur verið spilað og sungið flestar helgar.
Gyða átti afmæli í byrjun júlí og fórum við
nokkrir félagar í skemmtilega heimsókn til
hennar á Litlu harmonikuhátíðina á Norðfirði.
Mjög eftirminnilegir dagar og sólríkir og
margt að sjá og skoða, sérstaklega Páskahelli
í allri sinni dýrð. Núna vonum við bara að
Eyjólfur fari að hressast af kóvítinni og að
harmonikuæfingar og dans geti hafist í
október.
Með góðum harmonikukveðjum til ykkar
allra,
Elísabet H Einarsdóttir formaður FHUR
Myndir Reynir Elíesersson
Munið myndasíðuna á netinu: www.harmoniku-unnendur.com
24