Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 7

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 7
Björn Blöndal var einn af frumherjum verkalýðssam- takanna og meðal stofnenda Sjómannafélags Reykja- víkur. Hann var um skeið erindreki Alþýðusambands- ins og vann þá að stofnun verkalýðsfélaga víðs vegar um landið. Minnist ég þess, er hann vann að stofnun verkalýðsfélags í Hnífsdal 1924. Man ég hversu mér unglingnum fannst sópa að þessum glæsta ræðumanni og hversu skelegglega hann hélt fram hinum góða mál- stað. Störf Björns Blöndals í þágu verkalýðssamtak- anna voru unnin af trúmennsku og dugnaði. Auk þeirra tveggja frumherja og baráttumanna verka- lýðssamtaka, sem ég hefi nú nefnt, höfum við á sama tíma orðið að sjá á bak fleiri félögum, og minnist ég einkum Vilborgar Olafsdóttur, Reykjavík, formanns Starfsstúlknafélagsins Sóknar, er einnig átti sæti hér á sambandsþingum, Bjama Eggertssonar, Eyrarbakka, er var einn af brautryðjendum samtakanna og átti sæti á sambandsþingum, Kristjáns Péturssonar, er átti sæti á sambandsþingum, Guðmundar Einarssonar, Þórshöfn, formanns félagsins Þór og fulltrúa á sambandsþingum, Magnúsar Guðmundssonar, síldarmatsmanns, fulltrúa á sambandsþingum, Hafliða Jónssonar afgreiðslumanns, Reykjavík, er var fulltrúi á sambandsþingum — og Eggerts Brandssonar fisksala, Reykjavík, er sæti átti á sambandsþingum. Allt þetta fólk, sem fallið hefur í valinn frá síðasta Alþýðusambandsþingi, hefur að meira eða minna leyti lagt fram krafta sína og störf í þágu alþýðusamtakanna. Eg bið ykkur öll að rísa úr sætum til að minnast þess- ara föllnu félaga og annarra þeirra ónafngreindu fé- 5

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.