Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Qupperneq 8
laga, er látizt hafa frá því að síðasta sambandsþing
var háð.
Þá mælti forseti m. a. á þessa leið:
Góðir félagar! Nú sem fyrr bíða þings Alþýðusam-
bandsins mörg mál til úrlausnar. Sum stór og þýðingar-
mikil, önnur geta talizt til hinna smærri mála. En öll
munu þau þess eðlis, að afgreiðsla þeirra getur mótað
göngu okkar til góðs.
Því er þann veg farið, að stöðugt hafa alþýðusam-
tökin náð nýjum og nýjum áföngum í kjara- og menn-
ingarbaráttu alþýðu manna til handa. Og fáar munu
þær félagshreyfingar, sem litið geti yfir farinn veg öllu
árangursríkari en verkalýðshreyfingin.
Skref fyrir skref hafa alþýðusamtökin þokað fram
á veg til sigurs góðum málum, er stuðlað hafa að bætt-
um lífskjörum almennings, og verið honum þroskaauki.
Hollt er í hófi að minnast þeirra áfanga, er náðst
hafa, en jafnan skulum við hafa í huga, að ekki skiptir
minna máli, að gæta fengins fjár, en afla þess.
Ég vil því alveg sérstaklega hvetja yngri kynslóðina,
sem fær í hendur arfinn frá þeim eldri, að gæta hans
og ávaxta, og láta sér hann verða jafnframt helgan
kyndil, er lýsi óruddu brautina fram á við. Láta sér
hann verða hvatningu og leiðarmerki í hinu daglega
starfi fyrir alþýðusamtökin í baráttunni fyrir framgangi
þeirra mála, sem hjá samtökunum eru efst á baugi á
hverjum tíma cg miða að því marki að skapa hverjum
manni skilyrði þess að leita efnahagslegs öryggis ob
andlegs þroska við mannsæmandi lífskjör innan lýð-
ræðisþ j óðf élags.
En frumskilyrði mannsæmandi lífskjara verður að
6