Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 11

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 11
nemasambandi íslands og Sæmundur Friðriksson frá Stéttafélagi bænda. Þessa ágætu gesti okkar býð ég alveg sérstaklega velkomna þar eð þeir eru fulltrúar þeirra félagssam- taka, er Alþýðusambandið hlýtur jafnan að hafa mikla samvinnu við. Þeir munu nú hér á eftir flytja þinginu kveðjur samtaka sinna. Félagar og gestir! íslenzk alþýðusamtök hafa jafnan unnað frelsi og lýðræði og störf þeirra hafa miðazt við það, að koma í veg fyrir, að íslenzkt alþýðufólk hlyti þau örlög að mynda hóp úrræðalauss öreigalýðs, er yrðu viljalítil verkfæri í höndum harðsvíraðs atvinnu- rekendavalds og fjárplógsmanna. Með tilliti til þess mikla hlutverks, sem alþýðusamtökin hafa að inna af höndum í okkar fámenna þjóðfélagi og í fullri vitund þeirrar ábyrgðar, er á okkur hvílir, bið ég ykkur, full- trúar góðir, að ganga til starfa hér á þinginu. Ég óska og vona að þessu Alþýðusambandsþingi, sem er hið 23. í röðinni, takist að vinna að farsælli lausn þeirra mála, er fyrir því liggja, svo að til hagsældar verði fyrir alþýðu þessa lands og til blessunar fyrir þjóðarheildina. Ég lýsi hér með yfir því, að 23. þing Alþýðusambands Islands er sett. A þinginu voru mættir sem gestir: Frá danska verkalýðssambandinu, Carl P. Jensen. Frá Bandalagi starfsmanna ríkis- og bæja, Olafur Björnsson. Frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Guð- bjartur Ólafsson. Frá Iðnnemasambandi íslands, Skúli Agústsson. 9

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.