Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Síða 35
og reikninga sambandsins, en að þeim loknum voru
reikningarnir samþykktir.
Álit flestra nefnda voru samþykkt með litlum breyt-
ingum af þinginu svo og tillögur í ýmsum málum frá
einstökum fulltrúum og eru þær allar birtar hér á eftir.
Hinn 28. nóvember fór fram kjör sambandsstjórnar.
Samkomulag um uppstillingu náðist ekki í kjörnefnd
og komu því fram tvær tillögur, annars vegar frá Garð-
ari Jónssyni, Aðalgeir Sigurgeirssyni og Friðleifi Frið-
rikssyni, en hins vegar frá Eðvarð Sigurðssyni, Jóni
Rafnssyni og Tryggva Helgasyni.
Tillögur þeirra fyrrnefndu voru samþykktar með
miklum atkvæðamun og fór kosning þannig að Helgi
Hannesson var endurkjörinn forseti með 160 atkvæð-
um, Eðvarð Sigurðsson fékk. 109 atkvæði. Svipað fói
um kosningu annarra sambandsstjórnarmanna.
Varamenn í sambandsstjórn voru sjálfkjörnir eftir
tillögu þeirra Garðars, Aðalgeirs og Friðleifs, þar sem
ekki voru gerðar tillögur um aðra.
Hin nýja sambandsstjórn er þannig skipuð:
A. Miðstjórn:
Forseti: Helgi Hannesson.
Varaforseti: Jón Sigurðsson.
Ritari: Ólafur Pálsson.
Meðstjórnendur úr Reykjavík og Hafnarfirði:
Borgþór Sigfússon, Magnús Ástmarsson, Óskar
Hallgrímsson, Sigurjón Jónsson, Sigurrós
Sveinsdóttir, Skeggi Samúelsson.
33