Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 39
nægilegrar vinnu, með réttmætum launum, er skapi
þeim örugga lífsafkomu og skilyrði til viðhlítanlegs
menningarlífs.
Þingið krefst þess, að horfið verði frá þeirri stefnu,
sem leitt hefur atvinnuleysi og vaxandi fátækt yfir
alþýðu landsins.
Þingið ítrekar þá samþykkt síðasta sambandsþings,
um, að vandamál atvinnuveganna verði eins og nú er
komið málum, aðeins leyst með öflun nýrra markaða,
fjölbreyttari vöruframleiðslu, lækkun reksturskostn-
aðar, afnámi hins mikla gróða verzlunarstéttarinnar,
lækkun vaxta, aukinni tækni, bættum vinnuaðferðum
og með algjörum niðurskurði á skriffinnsku og óþarfa
nefndabákni ríkisvaldsins.
Þingið mótmælir innflutningi á erlendu verkafólki á
atvinnuleysistímum og telur að atvinnuleyfi útlending-
um til handa eigi að vera bundið samþykki verkalýðs-
félags viðkomandi staðar, og krefst þess að um þetta
fari að lögum.
Þingið mótmælir harðlega þeirri ráðstöfun ríkis-
valdsins að leggja niður vinnumiðlunarskrifstofur í
kaupstöðum landsins, svo lengi sem öllum vinnufærum
mönnum er ekki tryggð næg atvinna, telur þingið brýna
nauðsyn bera til að komið verði á stofn atvinnuleysis-
tryggingum og atvinnubótasjóðir stofnaðir.
Fyrir því skorar sambandsþingið á alþingi það er nú
situr að afgreiða lög um hvorutveggja.
Dýrtíðar- og kaupgjaldsmál.
Sívaxandi dýrtíð er m. a. stafar af gengislækkuninni,
bátagjaldeyrinum svonefnda, hinum illræmda sölu-
37