Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 54

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 54
11. Áskorun til alþýðunnar um að kaupa innlenda iðn- aðarframleiðslu. 23. þing A. S. I. skorar eindregið á alla meðlimi al- þýðusamtakanna að láta innlenda iðnaðarframleiðslu sitja fyrir í vörukaupum sínum og hlúa þannig á raun- hæfan hátt að hinum unga iðnaði, jafnframt því, sem stuðlað er að stóraukinni atvinnu í verksmiðjuiðnað- inum. Tillagan frá Eggert G. Þorsteinssyni. FRÁ TRYGGINGA- OG ÖRYGGISMÁLANEFND. Varðandi rannsókn sjóslysa. 23. þing A. S. í. ályktar að skora á stjórnarvöld lands- ins, að láta framfylgja í sambandi við rannsókn sjó- slysa, eftirfarandi atriðum: 1. I hvert sinn, sem slys verða um borð í skipum, sé skipstjóra skylt að láta fara fram réttarrannsókn strax þegar skipið kemur í höfn, jafnt erlendis sem hérlendis, og séu vitni þau, sem kölluð eru fyrir, ekki valin af skipstjóra heldur þeim, sem réttinum stjórnar, í samráði við stjórn stéttarfélags þess manns, sem fyrir slysinu varð. Á Islandsmiðum skal skip strax leita til hafnar, ef um dauðaslys er að ræða. 2. Að ekki sé látið hjá líða að leita læknishjálpar, strax og menn verða fyrir meiðslum, svo full vissa fáist fyrir því, hvað alvarleg þau eru. 3. Að réttarrannsóknin vegna sjóslysa séu fullkomlega framkvæmdar, á sambærilegan hátt og slys þau, sem verða á landi, t. d. bifreiðaslys. 4. Þegar slys ber að höndum á hafi úti, og orsakir eru 52

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.