Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 57

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 57
lágar og skorar á alþingi það er nú situr, að hækka þær verulega. 23. þing A. S. I. telur dagpeningagreiðslu almanna- trygginganna í slysatilfellum algjörlega ófullnægjandi og skorar á alþingi að hækka þær a. m. k. um helming. FRÁ FRÆÐSLUNEFND. 23. þing A. S. í. telur að þrátt fyrir allfullkomna fræðslumálalöggjöf og sívaxandi aðsókn að skólum landsins, sé full þörf á að A. S. I. stofni til sérstakrar fræðslu innan sinna vébanda í þjóðfélags- og verka- lýðsmálum, almennum félags- og atvinnumálum. Fræðslu þessa ætti að framkvæma þannig: 1. A námsskeiðum, sem haldin væru á nokkrum stöð- um, er valdir væru með það fyrir augum, að sem hentugast og ódýrast yrði að sækja þau. 2. Með erindum, sem flutt væru í ríkisútvarpinu með reglubundnu millibili. 3. Með því að efla tímaritið Vinnuna, svo að hún yrði ómissandi fræðslurit og handbók fyrir hvern vinn- andi mann. En þar sem það er ljóst, að sambandið brestur fé til framkvæmda þessara mála, þá samþykkir þingið að fela væntanlegri sambandsstjórn að fara þess á leit við alþingi það sem nú situr, að það veiti A. S. I. styrk til þessara fræðslustarfsemi að upphæð allt að kr. 150 þúsund og rökstyðja beiðni þessa nánar. 55

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.