Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 60

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 60
sem hefur því hlutverki að gegna, að veita lán til bygg- ingar gisti- og veitingahúsa í Reykjavík, og um allt land, sem að áliti sérfróðra manna telst að vera heppi- legir fyrir þessa starfsemi með það fyrir augum að fá erlenda ferðamenn til þess að sækja staðina, og njóta náttúrufegurðar landsins. A þann hátt ætti þjóðinni að takast að afla ríflegs erlends gjaldeyris og um leið skapa mörgum stéttum mikla atvinnu. í þessu sambandi telur þingið að gæta eigi þess þegar heimavistarskólar eru byggðir, að hægt sé að nota þá fyrir sumargistihús á sumrin. Einnig séu athugaðir möguleikar á að g<=ra nauðsynlegar breytingar á þeim heimavistarskólum er nú eru reknir á kostnað hins opinbera og húsnæðið sé notað fyrir sumargistihús, þar sem sérfróðir menn álíta að heppilegt sé. Jafnframt skorar þingið á ríkisstjómina að skipa ferðamannaráð, sem sjái um úthlutun lánsfjár og um leið verði ráðgefandi aðili við teikningar og byggingar sumargistihúsa og heimavistarskóla, með svipuðu fyrir- komulagi og t. d. í Noregi, og mundi það hlutverk sem sérfróðum mönnum í ályktun þessari færast til þess ráðs. Tillöguna fluttu Böðvar Steinþórsson, Ingimundur Gestsson og Guðrún Hjartardóttir. Um fjárframlög til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. 23. þing A. S. í. ályktar að skora á Alþingi og bæjar- stjórnir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar að styðja bygg- ingarsjóð Dvalarheimilis aldraðra sjómanna með ríf- legu fjárframlagi á næstu fjárframlögum og fjárhags- áætlunum. 58

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.