Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Qupperneq 67
við unað lengur, þá samþykkir 23. þing Alþýðusam-
bands Islands að fela væntanlegri sambandsstjórn að
gera ítarlegar reglur um vinnuskiptinguna, og leggur
þingið til að sambandsstjórn verði búin að ganga frá
reglum í þessu efni fyrir lok marz mánaðar n. k., og
kalla þá saman bifreiðastjóraráðstefnu til ákvörðunar
í þessu máli.
Jafnframt samþykkir þingið að kjósa 5 manna nefnd
úr hópi atvinnubifreiðastjóra til aðstoðar sambands-
stjórn að undirbúningi þessa máls.
Samkvæmt ábendingu fundarins kaus sambands-
þingið eftirtalda fimm menn í nefndina.
Hermann Guðmundsson, Hafnarfirði, Jón Guðlaugs-
son, Reykjavík, Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri, Leif
Gunnarsson, Akranesi, Lúðvík Jónsson, Keflavík.
Um lækkun skatta.
23. þing A. S. í. telur að lækkun tolla og skatta sé
eitt mesta hagsmunamál launþega. Alítur þingið, að
lækkun tolla og skatta á nauðsynjavörum feli í sér
raunhæfar kjarabætur, sem stefni til heilla öllum al-
menningi í landinu.
Vill þingið í því sambandi benda á eftirfarandi atriði:
a) Að afnumdir verði með öllu tollar á nauðsynja-
vörum.
b) Persónufrádráttur sé hækkaður til muna frá því sem
nú er.
c) Að söluskattur verði lækkaður á þeim vörum, sem
fólk getur sízt án verið.
Felur þingið væntanlegri sambandsstjórn, að koma