Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 75

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 75
að slík félög lúti sérstökum reglum um kosningu fulltrúa með fullkomnum réttindum til Alþýðusambandsþings. Tillagan flutt af Gunnari Stefánssyni og Kort Ingvarssyni. II. Með tilliti til þess, að vafi leikur á, að mörg svo- kölluð verkalýðsfélög, sem stofnuð hafa verið út um sveitir landsins, geti talizt fulkomlega lögleg samkvæmt lögum A. S. í., þá samþykkir 23. þing Alþýðusambands Islands, að þeim félögum, sem þannig er ástatt um og hafa sótt um inntöku í sambandið milli þinga, verði ekki veitt viðtaka í Alþýðusambandið. En hins vegar mælir þingið með því, að nærliggjandi verkalýðsfélög í kaupstöðum og kauptúnum veiti við- töku einstökum meðlimum áðurnefndra félaga, sem aukameðlimum, ef þeir óska þess. Tillagan flutt af Benedikt Þorsteinssyni og Asbirni Karlssyni. III. Fundur haldinn í Verkalýðsfélaginu Jökull, Hornafirði þann 12. 10. 1952, samþykkir að beina þeirri áskorun til 23. þings Alþýðusambands Islands að það gæti þess vel að ekki séu tekin inn í sambandið með fullum réttindum félög, sem stofnuð eru víðs- vegar út um sveitir landsins og ekki hafa neinna hags- muna að gæta, varðandi kaup og kjör. Um vísitöluuppbót á kaup. Fundur haldinn í Verkalýðsfélaginu Jökull, Horna- firði þann 12. 10. 1952, samþykkir að skora á sam- 73

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.