Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Blaðsíða 9
8 Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 708
8. tbl. 28. árg.
9
Frábær árangur í frágangi
gamalla náma
Gunnar hefur haft umsjón með frágangi eldri efnis-
tökusvæða. „Vegagerðin gaf út langtímaáætlun um
námufrágang fyrir árin 2004 – 2018 og gerði áætlunin
ráð fyrir að ganga frá alls 900 námum á þessum árum.
Í dag eru örfáar námur eftir á þessum frágangslista.
Eftir að frágangi er lokið hef ég skoðað námusvæðin
ásamt Birni Stefánssyni frá Umhverfisstofnun sem
hefur vottað fráganginn. Mikil og skemmtileg ferðalög
hafa fylgt þessari vinnu og spanna þau nánast allt
landið.“
Gunnar nefnir einnig Námukerfið en það er
gagnagrunnur fyrir efnisnámur landsins þar sem finna
má nauðsynleg hjápartæki fyrir jarðfræðirannsóknir.
„Í Námukerfið eru skráðar allar námur landsins óháð
því hver er námurétthafi. Í gagnagrunninum eru nú
skráðar yfir 3.300 námur. Almenningur hefur aðgang
að upplýsingum um námur og um niðurstöður stein-
efnaprófana á vefsíðunni namur.vegagerdin.is.“
Hlakkar til draumaferða
framtíðarinnar
Nú er komið að starfslokum og Gunnar hlakkar til
næstu ára. „Þetta hefur liðið ótrúlega fljótt miðað við
hvað þessi tímamót virtust vera óralangt í burtu þegar
við Sigga tókum húsbyggingarlán til 40 ára um 1980,“
segir hann glettinn en Gunnar er giftur Sigríði Birnu
Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn, Heiðrúnu kennara,
Þorra Björn verkfræðing og Ástu Birnu hagfræðing.
Barnabörnin eru orðin sjö á aldrinum tveggja til sextán
ára.
„Við Sigga vorum búin að skipuleggja drauma-
ferðina okkar og ætluðum að sigla inn í sólarlagið á
skemmtiferðaskipi en aðstæður buðu ekki upp á að sá
draumur gæti ræst. Þess í stað stundum við gönguferð-
ir grimmt til að skankarnir verði í lagi fyrir draumaferðir
framtíðarinnar,“ segir hann og brosir.
En hvernig er að hætta hjá Vegagerðinni eftir
rúmlega hálfrar aldar starf? „Þegar horft er til baka um
farinn veg verður mér hugsað til þess hversu heppinn
ég var að hljóta mitt uppeldi hjá Vegagerðinni þar sem
alla tíð hefur ríkt einstaklega góður og jafnvel ástúð-
legur vinnuandi. Það var gott fyrir unglinginn að geta
leitað á náðir móðurlegra ráðskvenna í brúarvinnunni
þegar eitthvað bjátaði á og síðar var ekki síður mikil-
vægt að geta leitað ráða hjá vinnufélögum sem alltaf
tóku mér opnum örmum.“
Gunnar vill þakka öllum samstarfsmönnum sínum
hjá Vegagerðinni ánægjulegt samstarf.