Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Blaðsíða 11

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Blaðsíða 11
10 Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. 11 Mikil samgöngubót „Þetta er mikil samgöngubót enda allir heimamenn mjög ánægðir með þetta,“ segir Gísli Gíslason verk- efnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar sem hefur haft umsjón með verkunum fjórum ásamt Aroni Bjarnasyni deildarstjóra á framkvæmdadeild. Hann segir framkvæmdirnar hafa gengið ágætlega. Einhver töf varð þó vegna veðurs auk þess sem ekki var hægt Brunná Verkið við Brunná á Hringvegi (1) í Vestur-Skaftafells- sýslu fólst í byggingu nýrrar brúar og rifi á eldri brú en framkvæmdir hófust í mars 2020. Nýja brúin er í sömu veglínu og eldri brúin en nokkuð hærri. Sú gamla var byggð 1970 og var steypt bitabrú í tveimur höfum, 24 m löng og 4,8 m breið. Nýja brúin er með 7.800 m lóðréttum háboga og yfirbygging hennar er eftir- spenntur biti í einu 24 m löngu hafi. Brúin er 10 m breið en þar af er akbrautin 9 m. Landstöplar brúarinnar eru steyptir og grundaðir á hrauni. Brúaflokkur Vegagerðarinnar sá um byggingu bráðabirgðabrúarinnar sem notuð var meðan á fram- kvæmdum stóð en hún hefur verið rifin. ↑ Bráðabirgðabrú og ný brú yfir Brunná. Mynd: Ístak ↗ Bráðabirgðabrú og ný brú yfir Brunná. Mynd: Ístak → Brunná, gamla brúin. að hefja framkvæmdir við Fellsá fyrr en í júní 2020 vegna frágangs á samningum við landeigendur. „En nú er búið að hleypa umferð á allar brýr nema yfir Fellsá en til stendur að taka hana í notkun í mars eða apríl.“ Gísli telur að öllum framkvæmdum verði lokið í sumar- byrjun.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.