Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Qupperneq 16

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Qupperneq 16
16 Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. 17 Framkvæmdir ganga vel í Gufudalssveit Þverun Þorskafjarðar er annar áfanginn í þeirri um- fangsmiklu vegagerð sem framundan er með endur- bótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Fyrsti áfanginn er 6,6 km kafli milli Skálaness og Gufudalsár í Gufufirði. Borgarverk hóf framkvæmdir við þann hluta síðastliðið haust en áætlað er að þeim ljúki í júní á þessu ári. Þessi framkvæmd nýtist að fullu á meðan gamla leiðin er farin, en aðeins fyrsti hlutinn, 1,2 km, verður hluti af hinum nýja Vestfjarðavegi. Hinn hlutinn nýtist sem vegabætur þar til firðirnir verða þveraðir og vegur verður kominn í gegnum Teigsskóg en verður síðan tenging við Gufudal. Borgarverk hóf framkvæmdir 25. september 2020 og hefur verið unnið við fyllingar, skeringar og ræsagerð. Efnisvinnsla er hafin á svæðinu fyrir styrkt- arlag og burðarlag. Kalt hefur verið í veðri síðastliðnar vikur og hefur því verktaki að mestu verið að vinna í skeringum utan vegstæðis þar sem frostlinsa, sem nær rúmlega 1 m niður, í núverandi vegi býður ekki upp á frekari vinnu fyrr en slaknar á frostinu. Verktaki hefur nú komið niður alls 22 ræsum af 31. Ljóst er að einhver aukning mun verða í fyllingum en verktaki hefur þó lokið við stærsta hluta þeirra. Verkið hefur gengið ágætlega og eru engar breytingar á fyrirhuguðum verklokum sem eru 15. júlí þó einstaka verkliðir hafi eitthvað riðlast til miðað við upphaflega verkáætlun. Covid hefur ekki haft nein áhrif á verkið sjálft nema þá í formi þess að flestir verkfundir eru fjarfundir. Næstu skref Röðun framkvæmda í Gufudalssveit er aðeins önnur en upphaflega var lagt upp með. Ætlunin var að byrja hinum megin frá, á þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar og lagningu vegar á strönd Þorskafjarðar um Teigs- skóg. Óvissa um framkvæmdaleyfi breytti forgangs- röðun auk þess sem unnið hefur verið að samningum við landeigendur. Nýverið náðist samningur við land- eigendur í Hallsteinsnesi en ennþá er ósamið við einn aðila. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála staðfesti í október á síðasta ári framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Vestfjarðavegar eftir svokallaðri Þ-H leið, sem liggur um Teigsskóg og þverar Þorskafjörð, Gufufjörð og Djúpafjörð. Ekki er ljóst hvenær verður hægt að bjóða út þann kafla sem eftir stendur en vonir standa til að útboð verði á Djúpadalsleið og þverun Gufufjarð- ar og Djúpafjarðar á þessu ári. ↓ Framkvæmdir í Gufufirði.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.