Ský - 01.06.1997, Síða 7
Liggur í loftinu <
■“'V6 <o*'6 ^
Ingvar Þórðarson hefur skipulagt tónleika Bowie Skunk Anansie og Fugees og er
meðal þeirra sem sjá um tónleika Sting í sumar.
Við höfum fengið ýmsar undarlegar kröfur frá tónlist-
armönnunum. það vantar ekki,“ segir Ingvar Þórðar-
son, tónleikahaldari sem hefur meðal annars staðið
fyrir tónleikum David Bowie, Skunk Anansie og Fugees og
er meðal skipuleggjenda tónleika Sting í Laugardalshöllinni
þann 25. júní.
„Oft eru þessar kröfur alveg fáránlegar og gerðar í hálf-
gerðu gríni. Fólk er að athuga hversu langt það kemst með
mann. Einn hópur sem kom hingað til landsins, ég nefni
engin nöfn, fór til dæmis fram á að baksviðs yrðu skálar
fullar af M&M-kúlum, en það átti að tína allar grænar kúlur
úr. Það kom nú í ljós þegar á reyndi að þetta var spaug.“
Ingvar útskýrir að oft séu það hins vegar mjög rökréttar
ástæður sem liggja að baki kröfum sem í fyrstu hljóma ein-
kennilega.
„Fyrir David Bowie-tónleikana var óskað eftir því að
250 handklæði væru til taks við sviðið og þau máttu aðeins
vera svört. Astæðan fyrir litnum var einfaldlega sú að hand-
klæðin áttu að sjást sem minnst á sviðinu. Þetta var ekkert
flóknara en það. Maður verður að hafa í huga að þessir tón-
listarmenn eru atvinnumenn sem vilja hafa allt eitt hundrað
prósent," segir Ingvar en bendir jafnframt á að það sé svo
kannski annað mál að á Bowie-tónleikunum hafi aðeins ver-
ið fimm tónlistarmenn á sviðinu með Bowie, þannig að hver
og einn hafi haft rúmlega fjörutíu handklæði til umráða til
að þurrka af sér svitann þá tæplega tvo tíma sem tónleikam-
ir stóðu.
Að sögn Ingvars eru tónleikar Sting sérstaklega viðamik-
ið verkefni. Það kemur til dæmis sérstök flutningavél til
landsins með fjórtán tonn af græjum fyrir tónleikana, og
fylgdarlið söngvarans telur þrjátíu manns, en þar af eru að-
eins fimm í hljómsveitinni. Ingvar segir að samskiptin við
umboðsmenn og aðstoðarfólk Sting hafi verið einstaklega
ljúf.
„Auðvitað þarf að uppfylla ýmis skilyrði, en það er ekk-
ert sem ekki er hægt að leysa. Efst á óskalista Sting er að
komast á hestbak, en hann er mikill áhugamaður um ís-
lenska hestinn. Og það verður lítið mál að verða við þeim
óskum.“
Ingvar og félagar hafa frekara tónleikahald á prjónunum í
sumar. Hann vill hins vegar ekki slá neinu föstu um það
hvaða listamenn séu væntanlegir en segir þó að ensku sveit-
imar Radiohead og Massive Attack séu meðal þeirra sem
hafi lýst yfir áhuga á að koma til landsins.
5
LJÓSM.: HALLDÓR KOLBEINS