Ský - 01.06.1997, Qupperneq 7

Ský - 01.06.1997, Qupperneq 7
Liggur í loftinu < ■“'V6 <o*'6 ^ Ingvar Þórðarson hefur skipulagt tónleika Bowie Skunk Anansie og Fugees og er meðal þeirra sem sjá um tónleika Sting í sumar. Við höfum fengið ýmsar undarlegar kröfur frá tónlist- armönnunum. það vantar ekki,“ segir Ingvar Þórðar- son, tónleikahaldari sem hefur meðal annars staðið fyrir tónleikum David Bowie, Skunk Anansie og Fugees og er meðal skipuleggjenda tónleika Sting í Laugardalshöllinni þann 25. júní. „Oft eru þessar kröfur alveg fáránlegar og gerðar í hálf- gerðu gríni. Fólk er að athuga hversu langt það kemst með mann. Einn hópur sem kom hingað til landsins, ég nefni engin nöfn, fór til dæmis fram á að baksviðs yrðu skálar fullar af M&M-kúlum, en það átti að tína allar grænar kúlur úr. Það kom nú í ljós þegar á reyndi að þetta var spaug.“ Ingvar útskýrir að oft séu það hins vegar mjög rökréttar ástæður sem liggja að baki kröfum sem í fyrstu hljóma ein- kennilega. „Fyrir David Bowie-tónleikana var óskað eftir því að 250 handklæði væru til taks við sviðið og þau máttu aðeins vera svört. Astæðan fyrir litnum var einfaldlega sú að hand- klæðin áttu að sjást sem minnst á sviðinu. Þetta var ekkert flóknara en það. Maður verður að hafa í huga að þessir tón- listarmenn eru atvinnumenn sem vilja hafa allt eitt hundrað prósent," segir Ingvar en bendir jafnframt á að það sé svo kannski annað mál að á Bowie-tónleikunum hafi aðeins ver- ið fimm tónlistarmenn á sviðinu með Bowie, þannig að hver og einn hafi haft rúmlega fjörutíu handklæði til umráða til að þurrka af sér svitann þá tæplega tvo tíma sem tónleikam- ir stóðu. Að sögn Ingvars eru tónleikar Sting sérstaklega viðamik- ið verkefni. Það kemur til dæmis sérstök flutningavél til landsins með fjórtán tonn af græjum fyrir tónleikana, og fylgdarlið söngvarans telur þrjátíu manns, en þar af eru að- eins fimm í hljómsveitinni. Ingvar segir að samskiptin við umboðsmenn og aðstoðarfólk Sting hafi verið einstaklega ljúf. „Auðvitað þarf að uppfylla ýmis skilyrði, en það er ekk- ert sem ekki er hægt að leysa. Efst á óskalista Sting er að komast á hestbak, en hann er mikill áhugamaður um ís- lenska hestinn. Og það verður lítið mál að verða við þeim óskum.“ Ingvar og félagar hafa frekara tónleikahald á prjónunum í sumar. Hann vill hins vegar ekki slá neinu föstu um það hvaða listamenn séu væntanlegir en segir þó að ensku sveit- imar Radiohead og Massive Attack séu meðal þeirra sem hafi lýst yfir áhuga á að koma til landsins. 5 LJÓSM.: HALLDÓR KOLBEINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.