Ský - 01.06.1997, Page 23
Rax
Masauna Kristiansen frá Qaanaaq á Thule. „Stórkostlegur karl sem heyrði þegar hvalirnir
voru að koma," segir Rax.
inni. Það voru kannski allir að drekka
te í rólegheitunum þegar hann reis allt
í einu upp og benti eitthvað út í loftið.
Og eftir smástund sá maður glitta í ís-
björn lengst í burtu. En það er lítið
sældarlíf hjá þessum mönnum, stund-
um svelta þeir heilu dagana ef þeir
veiða ekkert. Aðra daga þurfa þeir að
húka við einhverja vök í fjörutíu stiga
frosti og bíða eftir að selur skjóti upp
hausnum svo þeir geti gefið hundun-
um að éta. En þrátt fyrir þessi erfiðu
lífsskilyrði segjast þeir hvergi annars
staðar vilja vera.
Hvernig er daglega lífið í þorpun-
um?
Þorpin eru auðvitað misjafnlega nú-
tímaleg. Til dæmis er Nuuk ekkert
ósvipaður bær og Hafnarfjörður og líf-
ið ekki mikið frábrugðið því sem ger-
ist á íslandi. En svo eru aftur þorp eins
og Thule sem er ekta veiðimannasam-
félag. Þar býr fólk í litlum kofum og
dagurinn fer í að veiða ofan í sig hval
og sel. Kvöldunum er svo svo eytt við
spilamennsku. Þetta er fullrólegt líf
fyrir minn smekk. í síðustu ferð var ég
í þorpi í viku þar sem ekkert var við að
vera svo ég var búinn að lesa sömu
bókina fimmtíu sinnum og flugfarseð-
ilinn enn oftar. En daglega lífið í þess-
um litlu veiðimannasamfélögum er
byrjað að breytast. Sum heimilin eru
til dæmis komin með gervihnattadiska
og þar er kvöldunum eytt í sjónvarps-
gláp. Og ferðamannaiðnaðurinn hefur
breytt ýmsu. Ég rekst til dæmis æ oftar
á veiðimenn sem eru farnir að vinna
við að fylgja ferðamönnum.
Grænlensk menning að hverfa
bak við gervihnattadiska
Er ferðamannastraumurinn til
Grœnlands að aukast?
Já, hann hefur aukist töluvert. En
það kemur mér alltaf á óvart hvað fólk
í ferðamannabransanum virðist vita lít-
ið um Grænland. Landið er svo miklu
stærra og fjölbreyttara en bara
Kulusuk. Langflottasta svæðið sem ég
hef komið á er Thule-svæðið. Það er
alvöru Grænland. En þá verður maður
líka að fara með veiðimönnunum í
ferðir en ekki vera bara í þorpunum.
Það er ekki fyrr en í veiðiferðunum
sem maður virkilega kynnist Græn-
lendingunum og sér hvað þetta er sér-
stakt og flott líf. Það eru samt fáir er-
lendir ljósmyndarar sem fara til
Grænlands. Þeir virðast hafa meiri á-
huga á að vera á sundskýlunni í heitu
löndunum en að hætta sér í kuldann.
Og því er tilvalið fyrir okkur ljós-
myndarana hérna heima að fara til
Grænlands og gera öðruvísi hluti en
allir hinir.
Hvernig sýnist þér að þróun byggð-
ar og lifnaðarhátta eigi eftir að vera í
landinu?
Ég hef áhyggjur af að þessi ekta
grænlenska veiðimannahefð hverfi á
komandi árum. Umhverfisverndar-
samtök fóru illa með þá á sínum tíma
og viðurkenndu það seinna. Til dæmis
fylgdust Grænlendingar mjög náið
með því hvemig mál Greenpeace gegn
Magnúsi Guðmundssyni myndi fara
og óttuðust að þeir yrðu búnir að vera
eftir það mál og gætu ekki lengur
stundað veiðar. Enda geta Grænlend-
ingar illa varið sig gegn áróðursmask-
ínu umhverfisvemdarsinna. Ég sé líka
á krökkunum að þeim finnst mun
þægilegra að vera heima og horfa á
vídeó heldur en elta sel í skítakulda.
Sum þekking er líka að tapast, til
dæmis eru margir komnir á plastkajaka
og klæddir í danska galla í staðinn fyr-
ir skinnfötin. Það eru líka færri og
færri sem kunna grænlenska trommu-
dansinn. Það er bara ekki það sama að
horfa á veiðimann í Hummelgalla á
plastkajak og að horfa á mann í skinn-
fatnaði á flottum segldúkskajak.
Byggð er líka að leggjast af á sum-
um svæðum. Fyrir stuttu var ég að
mynda í litlu þorpi upp við Scores-
bysund en heyrði svo í síðustu ferð að
þar væri ekki búið lengur nema á
sumrin.
Þannig að það verður ekki hægt að
mynda Grænland eftir nokkur ár eins
og það er í dag. Og þess vegna er ég að
21