Ský - 01.06.1997, Síða 27

Ský - 01.06.1997, Síða 27
íS TF-AUK Fokker 50 í litum Flugfélags íslands. Myndin er unnin í tölvu, en stefnt er að því að allar flugvélar félagsins verði komnar í rétta liti fyrir áramót. verulega. Að sögn Páls eru þessar breytingar fyrst og fremst ástæða þess að flugfélögin ákváðu að sameinast. „Þegar viðræður hófust við forráða- menn Flugfélags Norðurlands kom í ljós að þeir stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðunartöku um það hvernig þeir myndu snúa sér í þessu breytta um- hverfi. Annars vegar var um að ræða að taka þátt í samkeppninni, en það hefði kallað á verulegar fjárfestingar í stærri og dýrari vélum sem þeir álitu ekki vænlegan kost, og hins vegar að sameinast. Þegar menn settust niður og skoðuðu sameiginlega hagsmuni í einu félagi, það er aukna möguleika á leiguflugi og tilkomu minni véla með FLUGFÉLAG ÍSLANDS Air Iceland Fokkerunum, lá fyrir að slfkt félag yrði sveigjanlegri eining en félögin hvort í sínu lagi; eining sem gæti brugðist við þeim breytingum sem eru að verða á markaðinum." Páll bendir á að slíkur sveigjanleiki sé sérstaklega mikilvægur í væntan- legri samkeppni í innanlandsflug- rekstri sem sé mjög ólíkur millilanda- flugi. „Tilfærslur vegna veðurs eru mun algengari í innanlandsfluginu, ferðir falla niður heilu og hálfu dagana og þá þarf að keyra allt af stað, redda hlutun- um og koma áætlunum aftur í réttar skorður.“ Blandaður flugfloti Aætlunarflug innanlands hefur nán- ast alla tíð verið ákaflega óarðbær at- vinnurekstur, en Páll er bjartsýnn á framtíðina. 25

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.